Lífið

Siggi Þór og Sonja nefndu frum­burðinn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Siggi og Sonja trúlofuðu sig í miðjum heimsfaraldri.
Siggi og Sonja trúlofuðu sig í miðjum heimsfaraldri. Owen Fiene

Sigurður Þór Óskarsson leikari og unnusta hans Sonja Jónsdótir vefhönnuður gáfu syni sínum nafn á dögunum. Drengurinn fékk nafnið Steinar Ari.

Parið greindi frá gleðifréttunum í færslu á Instagram. Drengurinn er fyrsta barn þeirra saman og kom hann í heiminn 14. október síðastliðinn.

Parið hefur verið saman í nokkur ár og trúlofuðu þau sig árið 2020 í miðjum heimsfaraldri.

Siggi hefur gert garðinn frægan á fjölum leikhúsanna sem og í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Þar á meðal í kvikmyndinni, Allra síðasta veiðiferðin, og í leikritinu, Emil í Kattholti, í hlutverki vinnumannsins Alfreðs.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×