Lífið

„Átti alls ekki von á þessu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Anna Fanney stóð uppi sem sigurvegari.
Anna Fanney stóð uppi sem sigurvegari.

Í Íslandi í dag í gærkvöldi ræddi Sindri Sindrason við nýja Idol-stjörnu Íslands, Önnu Fanneyju Kristinsdóttur sem stóð uppi sem sigurvegari Idol á föstudagskvöldið á Stöð 2.

„Ég átti alls ekki von á þessu,“ segir Anna um þá staðreynd að hún endaði sem sigurvegari Idol.

„Auðvitað langaði manni að vinna en ég var samt aldrei að búast við því að það myndi gerast. Ég samt fann aðeins í undanúrslitunum að mögulega gæti maður unnið, ég fann fyrir svo miklum stuðningi.“

Sindri Sindrason spurðu hana hver hafi skorað á hana til að taka þátt á sínum tíma.

„Það var bara ég sjálf. Mamma var svona, ert þú viss? Þetta er erfitt. Ég var bara já, ég ætla prófa að taka þátt,“ segir Anna en í innslaginu kemur fram að söngkonan GDRN er hennar fyrirmynd.

Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Önnu en áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×