Sport

Einn látinn eftir skot­á­rás í sigur­göngu Kansas City Chiefs

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Fólk flúði samstundis af vettvangi
Fólk flúði samstundis af vettvangi Jamie Squire/Getty Images

Að minnsta kosti átta manns slösuðust í skotárás sem átti sér stað í sigurgöngu NFL meistaranna Kansas City Chiefs. Einn þeirra hefur nú verið úrskurðaður látinn. Tveir hafa verið handteknir í kjölfarið. 

Árásinni var ekki beint að liðsrútu Kansas City Chiefs. Allir leikmenn, þjálfarar og aðrir starfsmenn liðsins sluppu óhultir. 

Skotárasin átti sér stað á lestarstöð í miðri borginni, örtröð skapaðist í kjölfarið og mannfjöldinn flúði af vettvangi. Fulltrúi slökkviliðsins staðfesti við ESPN að allavega 14 manns hafi hlotið skaða af, ástand þriggja er talið mjög alvarlegt og einn var úrskurðaður látinn.  

Lögreglan hafði snöggt viðbragð og handtók grunaðan einstakling í kjölfarið. 

Hugrakkir aðdáendur Kansas City Chiefs veittust einnig að grunuðum einstaklingi. 

Sam McDowell, blaðamaður í Kansas, tók tvo menn tali sem urðu vitni að atvikinu. Annar þeirra sagðist hafa heyrt að minnsta kosti 15-20 skot. 

ESPN greindi svo frá því að einn einstaklingur væri látinn eftir árásina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×