Innlent

Leitin að Jóni Þresti færist í al­mennings­garð í Dublin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Systkini Jóns Þrastar lýsa honum sem klettnum í fjölskyldunni, föðurímynd.
Systkini Jóns Þrastar lýsa honum sem klettnum í fjölskyldunni, föðurímynd.

Írska lögreglan hefur efnt til leitaraðgerða í almenningsgarði með skóglendi og vatni í Dublin í tengslum við rannsókn sína á mannshvarfi Jóns Þrastar Jónssonar í írsku höfuðborginni fyrir fimm árum.

Um er að ræða almenningsgarðinn Santry Demense sem er í um þriggja og hálfs kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem Jón Þröstur sást síðast á göngu í eftirlitsmyndavél. Leitin er á grundvelli ábendinga sem lögregla fékk í tveimur nafnlausum ábendingum í bréfum.

Ríkissjónvarpið á Írlandi segir upplýsingarnar óljósar og hefur lögregla biðlað til bréfahöfunda að gefa sig fram til að aðstoða við rannsókn málsins. Þeir heita viðkomandi nafnleynd stígi það fram.

Leitinni verður framhaldið í dag og á morgun. Leitað verður í skóginum, vatninu og öðrum svæðum í garðinum.

Jón Þröstur var í ferðalagi með unnustu sinni í Dublin í febrúar 2019 þar sem hann keppti auk þess í pókoermóti. Hann er um 182 sentimetrar á hæð, stuttklipptur með brúnt hár.

Systkini Jóns Þrastar héldu til Írlands fyrir helgi til að taka þátt í átaki lögreglu í tengslum við fyrrnefndar nafnlausar vísbendingar. Þau óska þess heitast að fá svör við því hvað kom fyrir bróður sinn.

Engar upplýsingar hafa komið fram á fimm árum um hvarf Jóns Þrastar.


Tengdar fréttir

Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar

Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×