Íbúar verði að vera heima þegar vatnið kemur aftur á Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2024 13:27 Arinbjörn segir nauðsynlegt fyrir fólk að vera heima. Vísir/Einar Arinbjörn Snorrason, fulltrúi almannavarna, segir mikilvægt að Suðurnesjamenn séu heima hjá sér og fylgist með þegar verið er að hleypa heitu vatni aftur inn á kerfin eftir viðgerð á Njarðvíkurlögn. Hann segir að viðbragðsaðilar vinni verkefnin eftir beiðnum frá HS Veitum. Viðbragðsaðilar flokki verkefnin eftir forgangi og þeim sé svo útdeilt. „Þeir fara svo til húseigenda og koma vatni á. Bjarga málunum. Það geta komið upp ýmsir lekar þegar vatnið fer að renna á kerfið,“ segir Arinbjörn en hann ræddi við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, rétt fyrir klukkan 13 í dag. Arinbjörn segir mikilvægt að hugsa sérstaklega að til dæmis snjóbræðslukerfum utandyra, gróðurhúsum og heitum pottum. Það sé aftengt ef það er að trufla húshitun og húseigenda gert að finna út úr því seinna. „Við komum vatni að mæli og komi síðan í ljós að það er eitthvað sem truflar það að hús hitni þá gerum við ráðstafanir og leiðbeinum húseigenda,“ segir Arinbjörn. Ýmislegt geti komið upp Hann segir að nauðsynlegt sé fyrir fólk að vera heima þegar vatnið kemur aftur á kerfið. Það geti ýmislegt komið upp þegar heitt vatn renni aftur um kaldar lagnir. „Það eru gamlir ofnar sem geta sprungið og það er svo margt sem getur komið upp á. Það er mjög mikilvægt að fólk sé heima til að fylgjast með,“ segir Arinbjörn og að áríðandi sé að hleypa vatni rólega að og kynda rólega. „Leyfa þessu að koma inn í rólegheitunum. Þú byrjar á því að blæða aðeins um neysluvatnslagnirnar. Leyfa þessu að renna rólega. Ekki opna krana á fullu. Það munu stíflast inntök, grófsíur í inntökunum, og það er eðlilegt í þessu verkefni. Fólk verður að sýna þessu má þolinmæði,“ segir Arinbjörn að lokum og að best sé að leita til HS Veitna lendi fólk í vandræðum. Þá ræddi Berghildur Erla við sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Reykjanesbæjar í dag og fylgdist með honum opna fyrir heita vatnið. Hann lýsti helginni og stöðu mála á Suðurnesjum. Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vatn Jarðhiti Tengdar fréttir Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07 Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Sjá meira
Hann segir að viðbragðsaðilar vinni verkefnin eftir beiðnum frá HS Veitum. Viðbragðsaðilar flokki verkefnin eftir forgangi og þeim sé svo útdeilt. „Þeir fara svo til húseigenda og koma vatni á. Bjarga málunum. Það geta komið upp ýmsir lekar þegar vatnið fer að renna á kerfið,“ segir Arinbjörn en hann ræddi við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, rétt fyrir klukkan 13 í dag. Arinbjörn segir mikilvægt að hugsa sérstaklega að til dæmis snjóbræðslukerfum utandyra, gróðurhúsum og heitum pottum. Það sé aftengt ef það er að trufla húshitun og húseigenda gert að finna út úr því seinna. „Við komum vatni að mæli og komi síðan í ljós að það er eitthvað sem truflar það að hús hitni þá gerum við ráðstafanir og leiðbeinum húseigenda,“ segir Arinbjörn. Ýmislegt geti komið upp Hann segir að nauðsynlegt sé fyrir fólk að vera heima þegar vatnið kemur aftur á kerfið. Það geti ýmislegt komið upp þegar heitt vatn renni aftur um kaldar lagnir. „Það eru gamlir ofnar sem geta sprungið og það er svo margt sem getur komið upp á. Það er mjög mikilvægt að fólk sé heima til að fylgjast með,“ segir Arinbjörn og að áríðandi sé að hleypa vatni rólega að og kynda rólega. „Leyfa þessu að koma inn í rólegheitunum. Þú byrjar á því að blæða aðeins um neysluvatnslagnirnar. Leyfa þessu að renna rólega. Ekki opna krana á fullu. Það munu stíflast inntök, grófsíur í inntökunum, og það er eðlilegt í þessu verkefni. Fólk verður að sýna þessu má þolinmæði,“ segir Arinbjörn að lokum og að best sé að leita til HS Veitna lendi fólk í vandræðum. Þá ræddi Berghildur Erla við sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Reykjanesbæjar í dag og fylgdist með honum opna fyrir heita vatnið. Hann lýsti helginni og stöðu mála á Suðurnesjum.
Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vatn Jarðhiti Tengdar fréttir Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07 Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Sjá meira
Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14
Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07
Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03