„Bara sjálfboðaliðar og engir diplómatar“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. febrúar 2024 16:33 María, Kristín og Bergþóra fóru út að aðstoða dvalarleyfishafa yfir egypsku landamærin. Aðsend María Lilja Þrastardóttir ein úr þriggja kvenna hópi aðgerðarsinna sem fóru til Egyptalands og tókst að koma tveimur fjölskyldum frá Gasa er stödd í Rómaborg á leið sinni heim til Íslands. Hún segir ferli þriðju fjölskyldunnar langt á leið komið og gefur lítið fyrir hangs stjórnvalda. María fór ásamt þeim Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Kristínu Eiríksdóttur rithöfundum til höfuðborgar Egyptalands í síðustu viku í því skyni að aðstoða Gasabúa sem hlotið höfðu dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningarsjónarmiða að komast burt frá átakasvæðinu. Þegar hafi tveimur fjölskyldum verið bjargað og einni komið alla leiðina til Íslands þar sem hjartnæm sameiningarstund átti sér stað á Leifsstöð eftir rúmra fimm ára aðskilnað. Ferli móður og þriggja ára dóttur hennar sem staddar eru hinum megin við landamærin er á lokametrunum. Önnur fjölskylda ferðbúin Önnur fjölskyldan hefur fengið samþykki fólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna í dag um að þau séu ferðbúin og við tekur að finna þeim flug til landsins sem stofnunin sér um. „Þau gefa sér 72 tima en það eru allar líkur á að það verði á næstu tveimur sólarhringum. Þá kemur sú fjölskylda heim í fylgd Sigrúnar eða Semu,“ segir María í samtali við fréttastofu. Þrátt fyrir að María sé á heimleið þýðir það ekki að enginn sé að aðstoða fólk við landamærin því fleiri sjálfboðaliðar eru á leiðinni til Egyptalands og fulltrúar á vegum utanríkisráðuneytisins lentu einnig í Kaíró seint í gærkvöldi. Sigrún og Sema á veitingastað í Kaíró.Aðsend Mikil hervæðing María segir hópinn hafa orðið varan við aukna spennu milli Egyptalands og Ísraels á dögunum og að egypski herinn sé mjög sýnilegur við landamæri þjóðanna tveggja. Skilst henni að Egyptar séu hreinlega að stríðbúast. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hefur lýst því yfir að her Ísraelsmanna ætli sér að ná yfirráðum yfir Rafaborg sem liggur þétt að landamærum Egyptalands. Hundruðir þúsunda Palestínumanna dvelja nú í frumstæðum tjaldbúðum í og umhverfis borgina og því ekki í mörg skjól að venda komi geri Ísraelsmenn áhlaup á borgina. Sultur og sóttir vofa yfir þeim. María segir að fjölskyldan sem bíður brottfararleyfis fólksflutningastofnunarinnar sé örugg í Kaíró og hljóti fylgd til landsins. Fyrst þurfti þó að útvega móðurinni og þremur börnum hennar nauðsynjavörur sem ekki er eins mikil þörf á fyrir botni Miðjarðarhafs, svo sem hlý föt. Eitt barnanna sér illa og týndi gleraugunum sínum á vergangi fjölskyldunnar. Vonast eftir umfangsmeiri aðgerðum María gagnrýnir hangs stjórnvalda og segist vona að bera fari til tíðinda af aðgerðum stjórnvalda. Ástandið á landamærunum sé mjög ótryggt og erfitt að bjarga fólki án beinnar íhlutunar yfirvalda. „Við erum auðvitað bara sjálfboðaliðar og engir diplómatar. Það væri óskandi ef þau gætu svarað hvenær má eiga von á því að þau geri eitthvað,“ segir María. Þær ætla sér að halda ótrauðar áfram og María segir þær bíða eftir grænu ljósi fólksflutningastofnunarinnar svo að hægt sé að koma mæðgunum áleiðis. Hún vonast eftir svari á næsta sólarhringnum. María segir þær bera traust til reyndra starfsmanna utanríkisráðuneytisins og að þær vonist til að sjá umfangsmeiri aðstoð Íslendinga á svæðinu. „Við treystum auðvitað þessu fólki til að vinna sína vinnu. Þetta er mjög menntað og klárt fólk sem er flest mjög sjóað í svona aðstæðum. Þannig það er vonandi að fari eitthvað að gerast.“ Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Utanríkismál Tengdar fréttir Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
María fór ásamt þeim Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Kristínu Eiríksdóttur rithöfundum til höfuðborgar Egyptalands í síðustu viku í því skyni að aðstoða Gasabúa sem hlotið höfðu dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningarsjónarmiða að komast burt frá átakasvæðinu. Þegar hafi tveimur fjölskyldum verið bjargað og einni komið alla leiðina til Íslands þar sem hjartnæm sameiningarstund átti sér stað á Leifsstöð eftir rúmra fimm ára aðskilnað. Ferli móður og þriggja ára dóttur hennar sem staddar eru hinum megin við landamærin er á lokametrunum. Önnur fjölskylda ferðbúin Önnur fjölskyldan hefur fengið samþykki fólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna í dag um að þau séu ferðbúin og við tekur að finna þeim flug til landsins sem stofnunin sér um. „Þau gefa sér 72 tima en það eru allar líkur á að það verði á næstu tveimur sólarhringum. Þá kemur sú fjölskylda heim í fylgd Sigrúnar eða Semu,“ segir María í samtali við fréttastofu. Þrátt fyrir að María sé á heimleið þýðir það ekki að enginn sé að aðstoða fólk við landamærin því fleiri sjálfboðaliðar eru á leiðinni til Egyptalands og fulltrúar á vegum utanríkisráðuneytisins lentu einnig í Kaíró seint í gærkvöldi. Sigrún og Sema á veitingastað í Kaíró.Aðsend Mikil hervæðing María segir hópinn hafa orðið varan við aukna spennu milli Egyptalands og Ísraels á dögunum og að egypski herinn sé mjög sýnilegur við landamæri þjóðanna tveggja. Skilst henni að Egyptar séu hreinlega að stríðbúast. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hefur lýst því yfir að her Ísraelsmanna ætli sér að ná yfirráðum yfir Rafaborg sem liggur þétt að landamærum Egyptalands. Hundruðir þúsunda Palestínumanna dvelja nú í frumstæðum tjaldbúðum í og umhverfis borgina og því ekki í mörg skjól að venda komi geri Ísraelsmenn áhlaup á borgina. Sultur og sóttir vofa yfir þeim. María segir að fjölskyldan sem bíður brottfararleyfis fólksflutningastofnunarinnar sé örugg í Kaíró og hljóti fylgd til landsins. Fyrst þurfti þó að útvega móðurinni og þremur börnum hennar nauðsynjavörur sem ekki er eins mikil þörf á fyrir botni Miðjarðarhafs, svo sem hlý föt. Eitt barnanna sér illa og týndi gleraugunum sínum á vergangi fjölskyldunnar. Vonast eftir umfangsmeiri aðgerðum María gagnrýnir hangs stjórnvalda og segist vona að bera fari til tíðinda af aðgerðum stjórnvalda. Ástandið á landamærunum sé mjög ótryggt og erfitt að bjarga fólki án beinnar íhlutunar yfirvalda. „Við erum auðvitað bara sjálfboðaliðar og engir diplómatar. Það væri óskandi ef þau gætu svarað hvenær má eiga von á því að þau geri eitthvað,“ segir María. Þær ætla sér að halda ótrauðar áfram og María segir þær bíða eftir grænu ljósi fólksflutningastofnunarinnar svo að hægt sé að koma mæðgunum áleiðis. Hún vonast eftir svari á næsta sólarhringnum. María segir þær bera traust til reyndra starfsmanna utanríkisráðuneytisins og að þær vonist til að sjá umfangsmeiri aðstoð Íslendinga á svæðinu. „Við treystum auðvitað þessu fólki til að vinna sína vinnu. Þetta er mjög menntað og klárt fólk sem er flest mjög sjóað í svona aðstæðum. Þannig það er vonandi að fari eitthvað að gerast.“
Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Utanríkismál Tengdar fréttir Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23