Innlent

Al­manna­varnir boða til upplýsingafundar

Árni Sæberg og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa
Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála verður á fundinum.
Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála verður á fundinum. Vísir/Vilhelm

Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 17. Á fundinum verður farið yfir atburði síðustu daga á Reykjanesskaganum. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi.

Eftir að í ljós kom að hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni í gærkvöldi var ljóst að afleiðingar fyrir íbúa á Reykjanesinu yrðu miklar á næstu dögum. Á fundinum verður farið yfir stöðuna, hvað verið er að gera og hvað er framundan.

Á fundinum verða Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfis- orku- og loftlagsráðherra, Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku og Páll Erland forstjóri HS Veitna. Fundinum stýrir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna.

Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan. Þar að neðan er bein textalýsing af fundinum. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×