Innlent

Raf­magn er komið á í Vogum

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Það er rafmagnslaust í Vogum.
Það er rafmagnslaust í Vogum. Vísir/Egill Aðalsteinsson

Rafmagnslaust er í Vogum á Vatnsleysuströnd og unnið er að því að koma rafmagni aftur á.

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu HS Veitna. 

Rafmagn hefur verið að slá út víðs vegar á Reykjanesi vegna hins mikla álags á kerfið sem heitavatnsleysið hefur valdið. Almannavarnir hvetja íbúa á svæðinu til að takmarka rafmagnsnotkun sína eins og auðið er.

Lögreglan á Suðurnesjum biðlar einnig til íbúa og atvinnurekenda á svæðinu að spara orkuna.

Uppfært 14:32: Rafmagn er komið á.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×