Lífið

Kona fundin sem vill ekki eyju í nýja eld­húsið sitt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þegar Sindri hitti Lindu fyrir fjórum árum.
Þegar Sindri hitti Lindu fyrir fjórum árum.

Í síðasta þætti af Heimsókn leit Sindri Sindrason við hjá Lindu Jóhannsdóttir sem er hönnuður og myndlistarkona.

Hún fjárfesti í fallegri hæð í Hlíðunum en húsið var byggt árið 1947. Þegar kaupin voru frágengin fékk Sindri að líta við til að sjá hvernig eignin leit út fyrir breytingar en þar var í rauninni allt upprunalegt.

Hér að neðan má sjá brot úr þætti miðvikudagsins þar sem kom í ljós að þarna var á ferðinni fyrsta fjölskyldan á Íslandi sem ætlar sér ekki að setja upp eyju í eldhúsinu eins og þau grínuðust með.

Áskrifendur geta séð þáttinn í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Þar má meðal annars sjá lokaútkomuna. 

Klippa: Sindri fann fyrstu fjölskylduna á Íslandi sem ætlar ekki setja upp eyju





Fleiri fréttir

Sjá meira


×