Hafa náð samkomulagi við lífeyrissjóðina um lán Grindvíkinga Lovísa Arnardóttir skrifar 8. febrúar 2024 11:07 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir er fjármála- og efnahagsráðherra. Stöð 2/Ívar Fannar Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ritað undir samkomulag við 12 lífeyrissjóði um stuðning ríkissjóðs vegna húsnæðislána lífeyrissjóða til einstaklinga í Grindavík. Áætlað er að samkomulagið taki til á bilinu 150-200 sjóðfélagalána og að stuðningur ríkissjóðs vegna úrræðisins muni nema samtals um það bil 120-150 milljónum króna. Samkomulagið er gert með fyrirvara um heimild í fjárlögum. Lántakendur eiga að leita til lífeyrissjóðanna um úrræði samkomulagsins. Markmið samkomulagsins er að ríkissjóður styðji við þá fasteignaeigendur í Grindavík sem fallið hafa utan úrræða annarra lánveitenda húsnæðislána í Grindavík um niðurfellingu á vöxtum og verðbótum af lánum þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu en með samkomulaginu tekur ríkissjóður að sér að greiða greiða áfallna vexti og verðbætur af sjóðfélagalánum einstaklinga vegna fasteigna þeirra í Grindavík yfir sex mánaða tímabil. Samkvæmt tilkynningu takmarkast stuðningurinn við áfallna vexti og verðbætur af sjóðfélagalánum sem nema að hámarki samtals 50 milljónum króna fyrir gjalddaga í desember 2023 til og með maí 2024. Gert er að skilyrði að fasteign hafi verið til eigin nota lántaka. Þá segir að stuðningurinn taki til lántakenda sama hvort þeir hafi óskað eftir greiðsluskjóli hjá lífeyrissjóði eða ekki. „Við uppgjör ríkissjóðs skal lántaki vera jafn vel settur líkt og greiddar hafi verið áfallnar verðbætur og vextir af láni hans yfir tímabil samkomulagsins. Stuðningur ríkissjóðs nær ekki til afborgunar af höfuðstóli sjóðfélagalána,“ segir í yfirlýsingu. Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Loforð um að taka óvissu Grindvíkinga í fangið Til skoðunar er hjá yfirvöldum að kaupa allt húsnæði Grindvíkinga. Ríkisstjórnin hyggst ekki taka ákvörðun um það nú en heitir því að óvissa Grindvíkinga verði tekin í fang ríkisins. 22. janúar 2024 13:41 Stuðningur vegna launa fólks sem starfar í Grindavík Grindvíkingar takast nú á við nýjan veruleika fjarri heimilum sínum. Verkefnin fram undan eru mörg og snúa meðal annars að húsnæðismálum, skólagöngu barna, afkomu fólks og sálrænum stuðningi. Sveitarstjórn Grindavíkur er leiðandi í að halda utan um málefni íbúa sinna og nýtur stuðnings og aðstoðar annarra sveitarfélaga, ríkisins og ríkisstjórnarinnar. 18. nóvember 2023 10:31 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Áætlað er að samkomulagið taki til á bilinu 150-200 sjóðfélagalána og að stuðningur ríkissjóðs vegna úrræðisins muni nema samtals um það bil 120-150 milljónum króna. Samkomulagið er gert með fyrirvara um heimild í fjárlögum. Lántakendur eiga að leita til lífeyrissjóðanna um úrræði samkomulagsins. Markmið samkomulagsins er að ríkissjóður styðji við þá fasteignaeigendur í Grindavík sem fallið hafa utan úrræða annarra lánveitenda húsnæðislána í Grindavík um niðurfellingu á vöxtum og verðbótum af lánum þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu en með samkomulaginu tekur ríkissjóður að sér að greiða greiða áfallna vexti og verðbætur af sjóðfélagalánum einstaklinga vegna fasteigna þeirra í Grindavík yfir sex mánaða tímabil. Samkvæmt tilkynningu takmarkast stuðningurinn við áfallna vexti og verðbætur af sjóðfélagalánum sem nema að hámarki samtals 50 milljónum króna fyrir gjalddaga í desember 2023 til og með maí 2024. Gert er að skilyrði að fasteign hafi verið til eigin nota lántaka. Þá segir að stuðningurinn taki til lántakenda sama hvort þeir hafi óskað eftir greiðsluskjóli hjá lífeyrissjóði eða ekki. „Við uppgjör ríkissjóðs skal lántaki vera jafn vel settur líkt og greiddar hafi verið áfallnar verðbætur og vextir af láni hans yfir tímabil samkomulagsins. Stuðningur ríkissjóðs nær ekki til afborgunar af höfuðstóli sjóðfélagalána,“ segir í yfirlýsingu.
Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Loforð um að taka óvissu Grindvíkinga í fangið Til skoðunar er hjá yfirvöldum að kaupa allt húsnæði Grindvíkinga. Ríkisstjórnin hyggst ekki taka ákvörðun um það nú en heitir því að óvissa Grindvíkinga verði tekin í fang ríkisins. 22. janúar 2024 13:41 Stuðningur vegna launa fólks sem starfar í Grindavík Grindvíkingar takast nú á við nýjan veruleika fjarri heimilum sínum. Verkefnin fram undan eru mörg og snúa meðal annars að húsnæðismálum, skólagöngu barna, afkomu fólks og sálrænum stuðningi. Sveitarstjórn Grindavíkur er leiðandi í að halda utan um málefni íbúa sinna og nýtur stuðnings og aðstoðar annarra sveitarfélaga, ríkisins og ríkisstjórnarinnar. 18. nóvember 2023 10:31 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Loforð um að taka óvissu Grindvíkinga í fangið Til skoðunar er hjá yfirvöldum að kaupa allt húsnæði Grindvíkinga. Ríkisstjórnin hyggst ekki taka ákvörðun um það nú en heitir því að óvissa Grindvíkinga verði tekin í fang ríkisins. 22. janúar 2024 13:41
Stuðningur vegna launa fólks sem starfar í Grindavík Grindvíkingar takast nú á við nýjan veruleika fjarri heimilum sínum. Verkefnin fram undan eru mörg og snúa meðal annars að húsnæðismálum, skólagöngu barna, afkomu fólks og sálrænum stuðningi. Sveitarstjórn Grindavíkur er leiðandi í að halda utan um málefni íbúa sinna og nýtur stuðnings og aðstoðar annarra sveitarfélaga, ríkisins og ríkisstjórnarinnar. 18. nóvember 2023 10:31