Innlent

Réðst á starfs­mann vegna tveggja daga gamalla erja

Jón Þór Stefánsson skrifar
Úr matvöruverslun. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Úr matvöruverslun. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um líkamsárás í matvöruverslun í dag. Þar réðst viðskiptavinur að starfsmanni með hnefahöggi.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar, en þar segir að málið snúi að ágreiningi sem að viðskiptavinurinn átti við verslunina tveimur dögum áður. Málið var tilkynnt frá lögreglustöð 1, sem sinnir löggæslu í Vesturbæ, Miðborginni, Hlíðunum, Laugardal, Háaleiti og á Seltjarnanesi.

Lögreglunni var einnig tilkynnt um ógnandi mann á veitingastað. Fram kemur að hann hafi ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu þegar hana bar að garði og kastað af sér vatni í hennar viðurvist. Hann var handtekinn, en í dagbókinni er minnst á að sprænið falli undir brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkur.

Þriggja bíla árekstur átti sér stað við Gullinbrú í dag, sem er talinn hafa orðið vegna þess að ökumaður blindaðist vegna sólarljóss.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×