Landhelgisgæslan greiddi Sportbátum tæpar þrjár milljónir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. febrúar 2024 22:48 Ljóst er að fleiri en Skagfirðingasveitin hafa orðið fyrir barðinu á svikahreppum Sportbáta. Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan greiddi fyrirtækinu Sportbátum tæpar þrjár milljónir inn á Zodiak-bát fyrir sjómælingaskipið Baldur í nóvember í fyrra. Fyrirtækið er sagt hafa snuðað björgunarsveitina Skagfirðingasveit um níu milljónir. Vísir greindi frá því í morgun að Skagfirðingasveit hafi greitt Sportbátum níu milljónir fyrir Zodiak-bát og ýmis önnur tæki fyrir ári síðan. Í Facebook-færslu frá Björgunarsveitinni kom fram að enginn bátur hafi í raun verið pantaður og engin tæki verið sótt eða greitt. Sportbátar, sem er skráð í eigu Sigurðar Lúthers Gestssonar og Svanhildar Ingibjörnsdóttur, hafi því féflett björgunarsveitina. Fyrirtækið var samkvæmt heimildum fréttastofu úrskurðað gjaldþrota þann 18. janúar síðastliðinn. Hvorki hefur náðst í Sigurð né Svanhildi þrátt fyrir endurteknar tilraunir í dag og í kvöld. Áttu að greiða rest við afhendingu Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir í samtali við fréttastofu að gæslan hafi auk Skagfirðinganna átt í viðskiptum við Sportbáta. „Við greiddum inn á Zodiak-bát fyrir sjómælingaskipið Baldur í byrjun nóvember. Greiddum tæpar þrjár milljónir og gerðum ráð fyrir að fá bátinn öðru hvoru megin við áramótin,“ segir Ásgeir. Hann segir að restin hafi átt að greiðast við afhendingu. Frekari viðskipti við Sportbáta hafi ekki staðið til. „Við gerum síðan bara ráð fyrir því að við séum að fara að fá bátinn á sama tíma og við fáum póstinn um að fyrirtækið sé farið á hausinn,“ segir Ásgeir. Hann segir framhaldið nú í höndunum á lögfræðisviði gæslunnar. Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Tengdar fréttir Skagfirðingasveit segist svikin um níu milljónir króna Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit segir fyrirtækið hafa svikið sig um andvirði hálfs Zodiak-báts og tæki samanlagt að andvirði níu milljóna. 6. febrúar 2024 11:56 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að Skagfirðingasveit hafi greitt Sportbátum níu milljónir fyrir Zodiak-bát og ýmis önnur tæki fyrir ári síðan. Í Facebook-færslu frá Björgunarsveitinni kom fram að enginn bátur hafi í raun verið pantaður og engin tæki verið sótt eða greitt. Sportbátar, sem er skráð í eigu Sigurðar Lúthers Gestssonar og Svanhildar Ingibjörnsdóttur, hafi því féflett björgunarsveitina. Fyrirtækið var samkvæmt heimildum fréttastofu úrskurðað gjaldþrota þann 18. janúar síðastliðinn. Hvorki hefur náðst í Sigurð né Svanhildi þrátt fyrir endurteknar tilraunir í dag og í kvöld. Áttu að greiða rest við afhendingu Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir í samtali við fréttastofu að gæslan hafi auk Skagfirðinganna átt í viðskiptum við Sportbáta. „Við greiddum inn á Zodiak-bát fyrir sjómælingaskipið Baldur í byrjun nóvember. Greiddum tæpar þrjár milljónir og gerðum ráð fyrir að fá bátinn öðru hvoru megin við áramótin,“ segir Ásgeir. Hann segir að restin hafi átt að greiðast við afhendingu. Frekari viðskipti við Sportbáta hafi ekki staðið til. „Við gerum síðan bara ráð fyrir því að við séum að fara að fá bátinn á sama tíma og við fáum póstinn um að fyrirtækið sé farið á hausinn,“ segir Ásgeir. Hann segir framhaldið nú í höndunum á lögfræðisviði gæslunnar.
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Tengdar fréttir Skagfirðingasveit segist svikin um níu milljónir króna Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit segir fyrirtækið hafa svikið sig um andvirði hálfs Zodiak-báts og tæki samanlagt að andvirði níu milljóna. 6. febrúar 2024 11:56 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Skagfirðingasveit segist svikin um níu milljónir króna Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit segir fyrirtækið hafa svikið sig um andvirði hálfs Zodiak-báts og tæki samanlagt að andvirði níu milljóna. 6. febrúar 2024 11:56