Innlent

Svalt heimskautaloft leikur um landið

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Von er á því að veður verði bjart en kalt.
Von er á því að veður verði bjart en kalt. Vísir/Vilhelm

Um landið leikur svalt heimskautaloft og eru hlýrri loftmassar víðs fjarri. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Þar segir að norðlægar áttir verði algengastar næstu daga. Víða verður él eða dálítil snjókoma en lengst af bjartviðri sunnan heiða og talsvert frost um land allt.

Á morgun nálgast þó smálægð úr vestri og veldur smá veðurhvelli, að því er segir á vef Veðurstofunnar. Þá mun hvessa talsvert úr austri og snjóar um tíma syðst á landinu.

Veðrið gæti valdið samgöngutruflunum syðra. Hvetur Veðurstofan ferðalanga til að fylgjast vel með veðri og færð. Lægðabólan fjarlægist seinnipartin og rofar þá til og lægir heldur.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á mánudag:

Norðan og norðaustan 5-13 m/s og víða él, 13-20 og snjókoma suðaustantil framan af degi, en rofar síðan til. Frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum á Norðurlandi.

Á þriðjudag:

Norðvestlæg átt, 5-13 m/s og snjókoma eða él á norðanverðu landinu og allra syðst, annars úrkomulítið. Frost 3 til 18 stig, kaldast inn til landsins.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Norðan 8-13 m/s og dálítil él víða um land, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Kólnandi veður.

Á föstudag:

Hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum, en úrkomulítið og hörkufrost.

Á laugardag:

Hæg austlæg átt og skýjað, en líkur á snjókomu vestanlands. Áfram kalt í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×