Innlent

Sam­fylkingin yfir þrjá­tíu prósenta múrinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm

Samfylkingin er enn í sókn í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og bætir flokkurinn við sig 2,3 prósentum í fylgi. Hann mælist nú með tæplega 31 prósent fylgi.

Fylgi Viðreisnar minnkar um 1,8 prósentustig og mælist flokkurinn nú með sjö prósenta fylgi. Fylgi annarra flokka breytist lítið milli mánaða, eða um 0,1 til 1,2 prósent.

Rúmlega átján prósent kjósenda kysi Sjálfstæðisflokkinn, sem er sama fylgi og í janúar. Um er að ræða lægstu mælingu flokksins í þjóðarpúlsi Gallup.

Nær ellefu prósent Miðflokkinn. Átta prósent kjósenda myndu kjósa Framsóknarflokkinn, Pírata og Flokk fólksins. Tæplega sex prósent kysu Vinstri græn og þrjú prósent Sósíalistaflokk Íslands.

31 prósenta fylgi við ríkisstjórnina

Liðlega fimmtán prósent taka ekki afstöðu í könnun Gallup eða vilja ekki gefa hana upp. Næstum níu prósent svarenda myndu skila auðu eða ekki kjósa.

Fylgið við ríkisstjórnina minnkar lítillega milli mánaða. Það mælist nú 31 prósent en mældist 32 prósent í janúar.

Um var að ræða netkönnun sem Gallup gerði dagana 2. til 31. janúar. Heildarúrtaksstærð var 10.503 og tóku 46,9 prósent þátt. Vikmörk á fylgi við flokka eru 0,6 til 1,5 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru valdir af handahófi úr viðhorfahópi Gallup.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×