„Ríkisstjórnin eyðir eins og drukkinn sjómaður“ Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2024 13:19 Helst var á Þórdísi Kolbrúnu að heyra að hún væri sammála Hönnu Katrínu, en það gæti reynst örðugt að koma við niðurskurði í þriggja flokka samstarfi. Með öðrum orðum, samstarfsflokkarnir Framsókn og Vinstri græn mega ekki heyra á það minnst. vísir/ívar fannar Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn sótti mjög að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra á þingi í morgun. Hanna Katrín sagði ríkisfjármálin í ólestri og með áframhaldandi óbreyttri nálgun væru að eins tvær leiðir færar: Hærri skattar á millistéttina eða auknar skuldir sem næsta kynslóð þarf að borga. Hvoru tveggja er ótækt. Hanna Katrín vitnaði þá í Heiðar Guðjónsson fjárfesti sem gaf ríkisstjórninni þessa einkunn í Bítinu í morgun: „Hún eyðir eins og drukkinn sjómaður, alveg sama hvað gerist, það er ekkert sem stoppar.“ Þetta sagði Hanna Katrín laukrétt, útgjöld hafi aukist en hvað stendur eftir? „Hefur þjónustan í heilbrigðiskerfinu batnað, í skólakerfinu, í samgöngum? Svarið við þessu er nei. Meira að segja í blússandi hagvexti var ríkissjóður rekinn með halla og allir sem hafa komið nálægt rekstri vita að aðhald þarf að vera stöðugt og markvisst, líka á góðu árunum, sérstaklega á góðu árunum, því annars er erfitt að komast í gegnum þau mögru.“ Er ekki tímabært að skera í efstu lögum? Hanna Katrín hélt áfram og gaf ekki þumlung eftir. Saga ríkisstjórnarinnar væri ófögur og það drægi óneitanlega úr trúverðugleika þegar Þórdís segist vilja viðhalda ábyrgri fjármálastefnu og ábyrgri efnahagsstefnu. Hanna Katrín þjarmaði að fjármálaráðherra og vitnaði meðal annars til orða Heiðars Guðjónssonar sem sagði ríkisstjórnina eyða eins og drukkinn sjómaður væri.vísir/ívar fannar „Hvar ætlar ráðherra að skera niður? Hvar ætlar ráðherra að draga úr vexti báknsins án þess að það komi niður á grunnþjónustunni? Ætlar ráðherra loksins að fara að forgangsraða útgjöldum með hagsmuni almennings í huga? Ætlar ráðherra loksins að fara að skera af efstu lögum stjórnsýslunnar?“ Hanna Katrín sagði tímabært að stjórnvöld gæfu skýr svör hvað þetta varðar. Þórdís Kolbrún var til svara og sagði vinnu við fjármálaáætlun yfirstandandi en hún verði lögð fram á þinginu þegar fram líða stundir. Þar er auðvitað ýmislegt sem Hanna Katrín nefnir til umfjöllunar. En það „þurfi auðvitað að fara sína leið í þriggja flokka samstarfi“. Þórdís Kolbrún vill skera niður en í þriggja flokka samstarfi er það erfitt Þórdís lýsti sig þá ósammála því að þjónusta í heilbrigðiskerfinu hafi ekki batnað. En ef við gefum okkur að svo sé þá sé það ekki vegna niðurskurðar. Ýmislegt annað þurfi að koma til. Þórdís Kolbrún sagði að á Íslandi, sem teldu 400 þúsund íbúa, væru 164 stofnanir. Þjóðin er að sligast.vísir/ívar fannar „Við erum með þriggja prósenta aðhaldskröfu á Stjórnarráðið og svo hin almennu tvö prósent. Ég hef áður nefnt í þessum stól að við erum með 164 stofnanir í þessu landi með tæplega 400.000 manns. Í því felst sóun, í því felst óþarfayfirbygging í allt of mörgum stofnunum og breytingar á því myndu ekki skerða þjónustu við fólk sem á þjónustunni þarf að halda,“ sagði Þórdís. Þá sagði hún ríkið sitja á miklu magni fasteigna sem hún myndi vilja leggja mikla áherslu á að ríkið losaði sig einfaldlega undan. „Við sitjum líka á þróunarreitum og þar er spurning: Er ríkisvaldið best til þess fallið að auka virði þeirra og selja þá svo eða eigum við að selja þá og láta aðra um það? Það getur verið mismunandi sýn á það.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Hanna Katrín sagði ríkisfjármálin í ólestri og með áframhaldandi óbreyttri nálgun væru að eins tvær leiðir færar: Hærri skattar á millistéttina eða auknar skuldir sem næsta kynslóð þarf að borga. Hvoru tveggja er ótækt. Hanna Katrín vitnaði þá í Heiðar Guðjónsson fjárfesti sem gaf ríkisstjórninni þessa einkunn í Bítinu í morgun: „Hún eyðir eins og drukkinn sjómaður, alveg sama hvað gerist, það er ekkert sem stoppar.“ Þetta sagði Hanna Katrín laukrétt, útgjöld hafi aukist en hvað stendur eftir? „Hefur þjónustan í heilbrigðiskerfinu batnað, í skólakerfinu, í samgöngum? Svarið við þessu er nei. Meira að segja í blússandi hagvexti var ríkissjóður rekinn með halla og allir sem hafa komið nálægt rekstri vita að aðhald þarf að vera stöðugt og markvisst, líka á góðu árunum, sérstaklega á góðu árunum, því annars er erfitt að komast í gegnum þau mögru.“ Er ekki tímabært að skera í efstu lögum? Hanna Katrín hélt áfram og gaf ekki þumlung eftir. Saga ríkisstjórnarinnar væri ófögur og það drægi óneitanlega úr trúverðugleika þegar Þórdís segist vilja viðhalda ábyrgri fjármálastefnu og ábyrgri efnahagsstefnu. Hanna Katrín þjarmaði að fjármálaráðherra og vitnaði meðal annars til orða Heiðars Guðjónssonar sem sagði ríkisstjórnina eyða eins og drukkinn sjómaður væri.vísir/ívar fannar „Hvar ætlar ráðherra að skera niður? Hvar ætlar ráðherra að draga úr vexti báknsins án þess að það komi niður á grunnþjónustunni? Ætlar ráðherra loksins að fara að forgangsraða útgjöldum með hagsmuni almennings í huga? Ætlar ráðherra loksins að fara að skera af efstu lögum stjórnsýslunnar?“ Hanna Katrín sagði tímabært að stjórnvöld gæfu skýr svör hvað þetta varðar. Þórdís Kolbrún var til svara og sagði vinnu við fjármálaáætlun yfirstandandi en hún verði lögð fram á þinginu þegar fram líða stundir. Þar er auðvitað ýmislegt sem Hanna Katrín nefnir til umfjöllunar. En það „þurfi auðvitað að fara sína leið í þriggja flokka samstarfi“. Þórdís Kolbrún vill skera niður en í þriggja flokka samstarfi er það erfitt Þórdís lýsti sig þá ósammála því að þjónusta í heilbrigðiskerfinu hafi ekki batnað. En ef við gefum okkur að svo sé þá sé það ekki vegna niðurskurðar. Ýmislegt annað þurfi að koma til. Þórdís Kolbrún sagði að á Íslandi, sem teldu 400 þúsund íbúa, væru 164 stofnanir. Þjóðin er að sligast.vísir/ívar fannar „Við erum með þriggja prósenta aðhaldskröfu á Stjórnarráðið og svo hin almennu tvö prósent. Ég hef áður nefnt í þessum stól að við erum með 164 stofnanir í þessu landi með tæplega 400.000 manns. Í því felst sóun, í því felst óþarfayfirbygging í allt of mörgum stofnunum og breytingar á því myndu ekki skerða þjónustu við fólk sem á þjónustunni þarf að halda,“ sagði Þórdís. Þá sagði hún ríkið sitja á miklu magni fasteigna sem hún myndi vilja leggja mikla áherslu á að ríkið losaði sig einfaldlega undan. „Við sitjum líka á þróunarreitum og þar er spurning: Er ríkisvaldið best til þess fallið að auka virði þeirra og selja þá svo eða eigum við að selja þá og láta aðra um það? Það getur verið mismunandi sýn á það.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira