Full ástæða til að fylgjast vel með virkni nærri Bláfjöllum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. janúar 2024 20:01 Kristín Jónsdóttir segir í undirbúningi að vinna mat á hættu vegna jarðhræringa á Reykjanesfjallgarðsvæðinu öllu. Vísir/Arnar Full ástæða er til að fylgjast vel með jarðskjálftavirkni nærri Bláfjöllum að mati fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni. Engin merki séu þó um kvikusöfnun á svæðinu. Um tuttugu jarðskjálftar mældust nærri Bláfjöllum um helgina og sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í fréttum okkar í gær þá til marks að allt eldstöðvakerfið í Reykjanesfjallgarðinum væri komið í gang. Eldstöðvakerfið sem um ræðir nær allt frá ysta hluta Reykjaness að Henglinum. Eldgosin geti færst nær höfuðborgarsvæðinu og telur Ármann mikilvægt að bregðast tímanlega við, meðal annars með því að skipuleggja fleiri varnargarða. „Ég tel alveg eðlilegt að trúa þessum reyndu vísindamönnum okkar, með mikla þekkingu, þegar þeir segja að þessi risi sé vaknaður og taka það alvarlega og taka það til skoðunar. Hvort það komi til þess að við setjum af stað vinnu við að meta eða hanna einhvers konar varnir það er bara eitthvað sem við þurfum að taka til skoðunar en í gegnum þau kerfi sem að við höfum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Kristín Jónsdóttir fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni segir í undirbúningi að vinna mat á hættu á svæðinu öllu vegna jarðhræringa. „Það þarf auðvitað að vinna í því að gera heildstætt hættumat og áhættumat fyrir allan Reykjanesskagann og það er verið að skoða það.“ Ef til eldgos kemur nærri Bláfjöllum ætti að sjást kvikusöfnun í aðdraganda þess en Kristín segist slíkt ekki sjást nú. Hins vegar séu jarðskjálftarnir þar um helgina eitthvað sem þarf að fylgjast með í ljósi sögunnar. „Þarna er stórt misgengi og við vitum að þarna hafa orðið skjálftar sem að eru sex að stærð og rétt rúmlega sex. Þannig að það er full ástæða til að fylgjast vel með virkni á þessu misgengi og það eru liðin rúm fimmtíu ár síðan að þarna var síðast stór skjálfti. Það var 6. des. 1968 sem að þarna var skjálfti ríflega sex að stærð og fannst auðvitað vel á höfuðborgarsvæðinu og það kemur að því að það verður annar slíkur á þessu misgengi.“ Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vill hanna varnir strax Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. 29. janúar 2024 19:47 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Um tuttugu jarðskjálftar mældust nærri Bláfjöllum um helgina og sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í fréttum okkar í gær þá til marks að allt eldstöðvakerfið í Reykjanesfjallgarðinum væri komið í gang. Eldstöðvakerfið sem um ræðir nær allt frá ysta hluta Reykjaness að Henglinum. Eldgosin geti færst nær höfuðborgarsvæðinu og telur Ármann mikilvægt að bregðast tímanlega við, meðal annars með því að skipuleggja fleiri varnargarða. „Ég tel alveg eðlilegt að trúa þessum reyndu vísindamönnum okkar, með mikla þekkingu, þegar þeir segja að þessi risi sé vaknaður og taka það alvarlega og taka það til skoðunar. Hvort það komi til þess að við setjum af stað vinnu við að meta eða hanna einhvers konar varnir það er bara eitthvað sem við þurfum að taka til skoðunar en í gegnum þau kerfi sem að við höfum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Kristín Jónsdóttir fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni segir í undirbúningi að vinna mat á hættu á svæðinu öllu vegna jarðhræringa. „Það þarf auðvitað að vinna í því að gera heildstætt hættumat og áhættumat fyrir allan Reykjanesskagann og það er verið að skoða það.“ Ef til eldgos kemur nærri Bláfjöllum ætti að sjást kvikusöfnun í aðdraganda þess en Kristín segist slíkt ekki sjást nú. Hins vegar séu jarðskjálftarnir þar um helgina eitthvað sem þarf að fylgjast með í ljósi sögunnar. „Þarna er stórt misgengi og við vitum að þarna hafa orðið skjálftar sem að eru sex að stærð og rétt rúmlega sex. Þannig að það er full ástæða til að fylgjast vel með virkni á þessu misgengi og það eru liðin rúm fimmtíu ár síðan að þarna var síðast stór skjálfti. Það var 6. des. 1968 sem að þarna var skjálfti ríflega sex að stærð og fannst auðvitað vel á höfuðborgarsvæðinu og það kemur að því að það verður annar slíkur á þessu misgengi.“
Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vill hanna varnir strax Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. 29. janúar 2024 19:47 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Vill hanna varnir strax Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. 29. janúar 2024 19:47
Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21
Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21
Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34