Full ástæða til að fylgjast vel með virkni nærri Bláfjöllum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. janúar 2024 20:01 Kristín Jónsdóttir segir í undirbúningi að vinna mat á hættu vegna jarðhræringa á Reykjanesfjallgarðsvæðinu öllu. Vísir/Arnar Full ástæða er til að fylgjast vel með jarðskjálftavirkni nærri Bláfjöllum að mati fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni. Engin merki séu þó um kvikusöfnun á svæðinu. Um tuttugu jarðskjálftar mældust nærri Bláfjöllum um helgina og sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í fréttum okkar í gær þá til marks að allt eldstöðvakerfið í Reykjanesfjallgarðinum væri komið í gang. Eldstöðvakerfið sem um ræðir nær allt frá ysta hluta Reykjaness að Henglinum. Eldgosin geti færst nær höfuðborgarsvæðinu og telur Ármann mikilvægt að bregðast tímanlega við, meðal annars með því að skipuleggja fleiri varnargarða. „Ég tel alveg eðlilegt að trúa þessum reyndu vísindamönnum okkar, með mikla þekkingu, þegar þeir segja að þessi risi sé vaknaður og taka það alvarlega og taka það til skoðunar. Hvort það komi til þess að við setjum af stað vinnu við að meta eða hanna einhvers konar varnir það er bara eitthvað sem við þurfum að taka til skoðunar en í gegnum þau kerfi sem að við höfum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Kristín Jónsdóttir fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni segir í undirbúningi að vinna mat á hættu á svæðinu öllu vegna jarðhræringa. „Það þarf auðvitað að vinna í því að gera heildstætt hættumat og áhættumat fyrir allan Reykjanesskagann og það er verið að skoða það.“ Ef til eldgos kemur nærri Bláfjöllum ætti að sjást kvikusöfnun í aðdraganda þess en Kristín segist slíkt ekki sjást nú. Hins vegar séu jarðskjálftarnir þar um helgina eitthvað sem þarf að fylgjast með í ljósi sögunnar. „Þarna er stórt misgengi og við vitum að þarna hafa orðið skjálftar sem að eru sex að stærð og rétt rúmlega sex. Þannig að það er full ástæða til að fylgjast vel með virkni á þessu misgengi og það eru liðin rúm fimmtíu ár síðan að þarna var síðast stór skjálfti. Það var 6. des. 1968 sem að þarna var skjálfti ríflega sex að stærð og fannst auðvitað vel á höfuðborgarsvæðinu og það kemur að því að það verður annar slíkur á þessu misgengi.“ Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vill hanna varnir strax Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. 29. janúar 2024 19:47 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Sjá meira
Um tuttugu jarðskjálftar mældust nærri Bláfjöllum um helgina og sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í fréttum okkar í gær þá til marks að allt eldstöðvakerfið í Reykjanesfjallgarðinum væri komið í gang. Eldstöðvakerfið sem um ræðir nær allt frá ysta hluta Reykjaness að Henglinum. Eldgosin geti færst nær höfuðborgarsvæðinu og telur Ármann mikilvægt að bregðast tímanlega við, meðal annars með því að skipuleggja fleiri varnargarða. „Ég tel alveg eðlilegt að trúa þessum reyndu vísindamönnum okkar, með mikla þekkingu, þegar þeir segja að þessi risi sé vaknaður og taka það alvarlega og taka það til skoðunar. Hvort það komi til þess að við setjum af stað vinnu við að meta eða hanna einhvers konar varnir það er bara eitthvað sem við þurfum að taka til skoðunar en í gegnum þau kerfi sem að við höfum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Kristín Jónsdóttir fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni segir í undirbúningi að vinna mat á hættu á svæðinu öllu vegna jarðhræringa. „Það þarf auðvitað að vinna í því að gera heildstætt hættumat og áhættumat fyrir allan Reykjanesskagann og það er verið að skoða það.“ Ef til eldgos kemur nærri Bláfjöllum ætti að sjást kvikusöfnun í aðdraganda þess en Kristín segist slíkt ekki sjást nú. Hins vegar séu jarðskjálftarnir þar um helgina eitthvað sem þarf að fylgjast með í ljósi sögunnar. „Þarna er stórt misgengi og við vitum að þarna hafa orðið skjálftar sem að eru sex að stærð og rétt rúmlega sex. Þannig að það er full ástæða til að fylgjast vel með virkni á þessu misgengi og það eru liðin rúm fimmtíu ár síðan að þarna var síðast stór skjálfti. Það var 6. des. 1968 sem að þarna var skjálfti ríflega sex að stærð og fannst auðvitað vel á höfuðborgarsvæðinu og það kemur að því að það verður annar slíkur á þessu misgengi.“
Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vill hanna varnir strax Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. 29. janúar 2024 19:47 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Sjá meira
Vill hanna varnir strax Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. 29. janúar 2024 19:47
Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21
Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21
Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34