Komst ekki á samgöngufund vegna samgöngutruflana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2024 19:50 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Arnar Íbúafundi um samgöngur við Vestmannaeyjar, sem fyrirhugaður var í kvöld, hefur verið aflýst. Ástæðan er sú að flugi innviðaráðherra var aflýst. Bæjarstjórinn lætur kaldhæðnina í því ekki fram hjá sér fara. Í stuttri tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að samgöngur milli lands og Eyja hafi verið með þeim hætti í dag að þær „hentuðu ekki ráðherranum“. Ráðherrann sem vísað er til er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra. „Þó er rétt að geta þess að bæði var siglt og flogið til Eyja í morgun. Ráðherrann hafði ætlað sér að koma með flugi kl 17 en því var aflýst vegna veðurs,“ segir einnig í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, hafi komið til Eyja með Herjólfi frá Þorlákshöfn í morgun. „[E]ngu að síður þykir rétt að fresta fundinum úr því að hinn pólitíski ábyrgðarmaður samgangnanna getur ekki sótt hann. Fundurinn verður auglýstur þegar ný tímasetning hefur fundist.“ Landeyjahöfn brennur á íbúum Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir tíma hafa verið kominn á milliliðalaust samtal við ráðherrann. „Og samgöngur komu í veg fyrir það í dag. Það er einmitt það sem við vildum ræða, af því staðan hefur ekki verið góð og það er löngu kominn tími til að taka á því máli,“ sagði Íris í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það sem brenni helst á íbúum bæjarins í þessum efnum sé að Landeyjahöfn virki ekki sem heilsárssamgönguhöfn fyrir Vestmannaeyinga. „Hún er lokuð núna, dýpkun gengur illa og við vildum bara taka þetta samtal upp við ráðherrann og heyra hvað ráðamenn þjóðarinnar vilja gera til þess að tryggja þessar samgöngur sem okkur var lofað.“ Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyja.Vísir/Vilhelm Bjartsýn á göngin Mestu máli skipti að tryggja að höfnin verði opin, ef hún eigi að þjóna framtíðarsamgöngum Vestmannaeyinga. Íris segist vita að Sigurður Ingi sé viljugur til að koma til fundar og ræða málin. „En þetta er ákveðin kaldhæðni, staðan sem kom upp í dag. En svo er framtíðarmúsíkin auðvitað að við viljum láta klára gangnapælingar fyrir Eyjar. En ég er bjartsýn á það og vonast til þess að ráðamenn komi með einhver ráð og hugmyndir, einhverja sýn á framtíðina fyrir okkur.“ Íris segist bjartsýn á að göng til Vestmannaeyja geti orðið að veruleika. Ef þau séu yfir höfuð framkvæmanleg, þá séu þau þjóðhagslega hagkvæm. „Það er svo margt sem spilar inn í það. Innviðirnir okkar sem yrðu í göngunum og svo yrði þetta bara allt annað líf fyrir okkur.“ Vestmannaeyjar Samgöngur Landeyjahöfn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. 27. nóvember 2023 20:10 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Í stuttri tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að samgöngur milli lands og Eyja hafi verið með þeim hætti í dag að þær „hentuðu ekki ráðherranum“. Ráðherrann sem vísað er til er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra. „Þó er rétt að geta þess að bæði var siglt og flogið til Eyja í morgun. Ráðherrann hafði ætlað sér að koma með flugi kl 17 en því var aflýst vegna veðurs,“ segir einnig í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, hafi komið til Eyja með Herjólfi frá Þorlákshöfn í morgun. „[E]ngu að síður þykir rétt að fresta fundinum úr því að hinn pólitíski ábyrgðarmaður samgangnanna getur ekki sótt hann. Fundurinn verður auglýstur þegar ný tímasetning hefur fundist.“ Landeyjahöfn brennur á íbúum Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir tíma hafa verið kominn á milliliðalaust samtal við ráðherrann. „Og samgöngur komu í veg fyrir það í dag. Það er einmitt það sem við vildum ræða, af því staðan hefur ekki verið góð og það er löngu kominn tími til að taka á því máli,“ sagði Íris í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það sem brenni helst á íbúum bæjarins í þessum efnum sé að Landeyjahöfn virki ekki sem heilsárssamgönguhöfn fyrir Vestmannaeyinga. „Hún er lokuð núna, dýpkun gengur illa og við vildum bara taka þetta samtal upp við ráðherrann og heyra hvað ráðamenn þjóðarinnar vilja gera til þess að tryggja þessar samgöngur sem okkur var lofað.“ Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyja.Vísir/Vilhelm Bjartsýn á göngin Mestu máli skipti að tryggja að höfnin verði opin, ef hún eigi að þjóna framtíðarsamgöngum Vestmannaeyinga. Íris segist vita að Sigurður Ingi sé viljugur til að koma til fundar og ræða málin. „En þetta er ákveðin kaldhæðni, staðan sem kom upp í dag. En svo er framtíðarmúsíkin auðvitað að við viljum láta klára gangnapælingar fyrir Eyjar. En ég er bjartsýn á það og vonast til þess að ráðamenn komi með einhver ráð og hugmyndir, einhverja sýn á framtíðina fyrir okkur.“ Íris segist bjartsýn á að göng til Vestmannaeyja geti orðið að veruleika. Ef þau séu yfir höfuð framkvæmanleg, þá séu þau þjóðhagslega hagkvæm. „Það er svo margt sem spilar inn í það. Innviðirnir okkar sem yrðu í göngunum og svo yrði þetta bara allt annað líf fyrir okkur.“
Vestmannaeyjar Samgöngur Landeyjahöfn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. 27. nóvember 2023 20:10 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. 27. nóvember 2023 20:10