Bænastund í Vík vegna ökumannsins sem lést Árni Sæberg skrifar 30. janúar 2024 15:15 Bænastundin verður í Víkurkirkju klukkan 19:30 í kvöld. Unsplash/Jon Flobrant Erlendir ferðamenn voru um borð í jeppa sem skall saman við dráttarvél austan Sólheimasands á Suðurlandsvegi í gær. Ökumaður dráttarvélarinnar lést í árekstrinum. Erfiðar aðstæður voru í suðaustanáttinni á vettvangi þegar slysið varð. Boðað hefur verið til bænastundar í Víkurkirkju í Mýrdalshreppi í kvöld. Þorsteinn M. Kristinsson aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, staðfestir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða annars vegar erlenda ferðamenn og hins vegar Íslending. Hann vildi hvorki staðfesta í hvoru ökutækinu hinn látni var né í hvoru ökutækinu Íslendingurinn var. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það ökumaður dráttarvélarinnar sem lést. Þorsteinn segir ekkert hægt að segja til um að svo stöddu hvað olli slysinu. Lögreglan rannsaki nú tildrög þess. Þá fer málið á borð Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Þá segist Þorsteinn ekkert geta fullyrt um það hversu mikil hálka var á þeim stað sem slysið varð, enda geti aðstæður verið mjög mismunandi eftir því hvaða kafla Suðurlandsvegar miðað sé við. Boðað til bænastundar Boðað hefur verið til bænastundar í Víkurkirkju í Vík í Mýrdal í kvöld vegna banaslyssins. Í tilkynningu vegna bænastundarinnar kemur fram að hún hefjist klukkan 19:30 og standi yfir í klukkustund. Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri í Mýrdalshreppi. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Fólk er auðvitað bara slegið, dofið yfir þessu. Svona slys fær mjög á samfélagið,“ segir Einar Freyr. „Nú er hugur okkar allra og hjörtu hjá fjölskyldu og aðstandendum viðkomandi. Þetta er mjög sviplegt fráfall.“ Allir velkomnir Einar Freyr ætlar að mæta í Víkurkirkju í kvöld. Hann leggur áherslu á að allir séu velkomnir. „Þeir sem treysta sér og vilja koma, njóta samveru og finna styrk hvert í öðru.“ Hann segir bæði erfitt og sorglegt hvernig nýja árið hafi farið af stað í umferðinni. Sex banaslys sem séu sex banaslysum of mikið. Fólkið í Mýrdalshreppi sé enn að meðtaka atburði gærdagsins. Árni Þór Þórsson, prestur í Víkurkirkju, segir alla í áfalli. Hann mun stýra bænastundinni í kirkjunni í kvöld og segir alla velkomna. Samgönguslys Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Suðurlandsvegur hefur verið opnaður Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir alvarlegt umferðarslys við Sólheimasand á Suðurlandsvegi í kvöld. 29. janúar 2024 22:38 Alvarlegt slys á Suðurlandi Alvarlegt umferðarslys varð við Sólheimasand á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Búið er að loka veginum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang, í mesta forgangi. 29. janúar 2024 19:41 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þorsteinn M. Kristinsson aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, staðfestir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða annars vegar erlenda ferðamenn og hins vegar Íslending. Hann vildi hvorki staðfesta í hvoru ökutækinu hinn látni var né í hvoru ökutækinu Íslendingurinn var. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það ökumaður dráttarvélarinnar sem lést. Þorsteinn segir ekkert hægt að segja til um að svo stöddu hvað olli slysinu. Lögreglan rannsaki nú tildrög þess. Þá fer málið á borð Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Þá segist Þorsteinn ekkert geta fullyrt um það hversu mikil hálka var á þeim stað sem slysið varð, enda geti aðstæður verið mjög mismunandi eftir því hvaða kafla Suðurlandsvegar miðað sé við. Boðað til bænastundar Boðað hefur verið til bænastundar í Víkurkirkju í Vík í Mýrdal í kvöld vegna banaslyssins. Í tilkynningu vegna bænastundarinnar kemur fram að hún hefjist klukkan 19:30 og standi yfir í klukkustund. Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri í Mýrdalshreppi. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Fólk er auðvitað bara slegið, dofið yfir þessu. Svona slys fær mjög á samfélagið,“ segir Einar Freyr. „Nú er hugur okkar allra og hjörtu hjá fjölskyldu og aðstandendum viðkomandi. Þetta er mjög sviplegt fráfall.“ Allir velkomnir Einar Freyr ætlar að mæta í Víkurkirkju í kvöld. Hann leggur áherslu á að allir séu velkomnir. „Þeir sem treysta sér og vilja koma, njóta samveru og finna styrk hvert í öðru.“ Hann segir bæði erfitt og sorglegt hvernig nýja árið hafi farið af stað í umferðinni. Sex banaslys sem séu sex banaslysum of mikið. Fólkið í Mýrdalshreppi sé enn að meðtaka atburði gærdagsins. Árni Þór Þórsson, prestur í Víkurkirkju, segir alla í áfalli. Hann mun stýra bænastundinni í kirkjunni í kvöld og segir alla velkomna.
Samgönguslys Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Suðurlandsvegur hefur verið opnaður Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir alvarlegt umferðarslys við Sólheimasand á Suðurlandsvegi í kvöld. 29. janúar 2024 22:38 Alvarlegt slys á Suðurlandi Alvarlegt umferðarslys varð við Sólheimasand á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Búið er að loka veginum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang, í mesta forgangi. 29. janúar 2024 19:41 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Suðurlandsvegur hefur verið opnaður Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir alvarlegt umferðarslys við Sólheimasand á Suðurlandsvegi í kvöld. 29. janúar 2024 22:38
Alvarlegt slys á Suðurlandi Alvarlegt umferðarslys varð við Sólheimasand á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Búið er að loka veginum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang, í mesta forgangi. 29. janúar 2024 19:41
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent