Innlent

Spá stormi með dimmum éljum á morgun

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Dimmar éljar munu herja á landann suð-og vestanlands á morgun.
Dimmar éljar munu herja á landann suð-og vestanlands á morgun. Vísir/Hanna

Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir í fjórum landshlutum suðvestan og vestanlands á morgun. Spáð er stormi með dimmum éljum.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Viðvaranir ná til höfuðborgarsvæðisins, suðurlands, Faxaflóa og Breiðafjarðar. Óveðrið hefst klukkan 11:00 á Breiðafirði en 12:00 í hinum landshlutunum.

Á höfuðborgarsvæðinu gengur í vestan 13-20 metrar á sekúndu með dimmum éljum. Erfið akstursskilyrði verða og getur færð spillst. Sömu sögu er að segja af Suðurlandi, þar gengur í vestan 15-23 metrar á sekúndu með dimmum éljum.

Á Faxaflóa er hið sama uppi á teningnum. Gengur í vestan 15-23 metrar á sekúndu með dimmum éljum. Færð getur spillst. Veðurviðaranir í þessum landshlutum eru í gildi frá 12:00 til 19:00 á morgun miðað við núverandi spá, sem sjá má á vef Veðurstofunnar.

Á Breiðafirði er viðvörunin í gildi til 17:00. Þar gengur í vestan 13-20 með dimmum éljum á Snæfellsnesi. Þar verða erfið akstursskilyrði og getur færð spillst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×