Innlent

Elín­borg býður fram krafta sína til biskups

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elínborg er klár í slaginn.
Elínborg er klár í slaginn. Árni Svanur Daníelsson

Séra Elínborg Sturludóttir, prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík, hefur ákveðið að taka við tilnefningum til biskups. Hún staðfesti þetta við Morgunblaðið í gær.

Sífellt fjölgar í hópi þeirra sem bjóða fram krafta sína til biskups. Bjarni Karlsson bættist í hópinn í morgun sem telur nú sjö.

Auk Elínborgar og Bjarna hafa Helga Soffía Konráðsdóttir, Ninna Sif Svavarsdóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Svavar Alfreð Jónsson og Kristján Björnsson ákveðið að taka við tilnefningum til biksups.

Biskupskjör fer fram í mars þar sem þau þrjú sem fá flestar tilnefningar býtast um embættið.

Elínborg tjáði Morgunblaðinu í gær að reynsla hennar að hafa þjónað í sveit, sjávarþorpi og miðborginni skapaði henni fjölbreytta reynslu. Elínborg, sem verður 56 ára á árinu, hefur verið prestur í Grundarfirði, Stafholti í Borgarfirði og í Dómkirkjunni í Reykjavík síðustu sex ár.

Þá er Elínborg mikill göngugarpur og hefur meðal annars gengið mörg þúsund kílómetra á Jakobsveginum á Spáni.


Tengdar fréttir

Bjarni býður sig fram til biskups

Bjarni Karlsson prestur hefur ákveðið að bjóða sig fram til biskups. Það tilkynnti hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 

„Biskupinn á að gæta þess að prestar séu ekki bara á einhverju egóflippi“

Heitar umræður sköpuðust í Pallborðinu á Vísi um framtíð þjóðkirkjunnar og hlutverk hennar. Nýr biskup verður kjörinn í mars og hafa þegar fjórir gefið kost á sér í embættið. Tilnefningar til biskups þurfa að berast milli 1. og 6. febrúar og mun kosning standa yfir frá 7. mars til 12. mars.

Helga og Guðrún sækjast eftir embætti biskups

Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi, og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, hafa báðar gefið kost á sér í embætti biskups. Kosið verður í mars.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×