Innlent

Hestar eru með 36 til 44 tennur

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Jana Zedelius dýralæknir og hestatannlæknir, sem hefur meira en nóg að gera, enda mjög vinsæl í hestatannlækningum.
Jana Zedelius dýralæknir og hestatannlæknir, sem hefur meira en nóg að gera, enda mjög vinsæl í hestatannlækningum. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Tannheilsa íslenskra hesta er afar mikilvæg og því eru starfandi sérstakir hestatannlæknar hér á landi, sem hafa meira en nóg að gera.

Jana Zedelius er eina af þeim dýralæknum hér á landi, sem er sérhæfð í hestatannlækningum og hefur meira en nóg að gera við að gera við tennur hesta, jafna bit og að viðhalda munn- og tannheilsu hestanna. Hún er vel tækjum búin og deyfir hestana alltaf áður en hún fer að vinna með þá. Hún var í vikunni á bænum Halakoti í Flóahreppi að meðhöndla tennur fimm hrossa á bænum.

„Þeir eru allir skoðaðir til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi. Ef svo er ekki geri ég eitthvað í því. Tek kannski röntgenmynd eða hvíli þá. Það verður dregin tönn úr einum þeirra í dag,“ segir Jana og bætir við.

„Málið er með hesta að þeir sýna engin merki um sársauka svo það kemur oft á óvar þegar maður skoðar upp í hestinn

En fá hestar tannpínu eins og mannfólkið?

„Já, tvímælalaust, þeir fá tannpínu en það sést ekki auðveldlega á þeim, það er mjög erfitt að sjá það“.

En hvað er hver hestur með margar tennur?

„Þær eru 36 til 44, það fer eftir kyninu og það fer eftir því hvort þeir hafa svokallaðar Úlfstennur svo það er mismunandi en örugglega 36“, segir Jana.

Jana sér meðal annars um að jafna bit og að viðhalda munn- og tannheilsu hestanna í starfi sínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Og hér sjáum við í lokin nokkrar hestatennur, sem Jana hefur dregið úr vítt og breitt um landið.

„Þetta er jaxl úr neðri kjálka, svona líta þeir út þegar hesturinn er farinn að eldast, ég held að þessi hestur hafi verið rúmlega tuttugu vetra og svona lítur mjólkurtönn út þegar þeir missa mjólkurtennurnar.“

Jana er með sérstaka upplýsingasiðu um starfsemina



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×