Deilt um hvort Eurovision sé utanríkismál: „Reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir“ Jón Þór Stefánsson skrifar 28. janúar 2024 11:56 Stjórnarmaður í RÚV vill meina að Lilja af úvistað málinu til Bjarna Vísir/Vilhelm Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptamálaráðherra, um að ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision sé í raun utanríkismál hafa vakið athygli. Stjórnarmaður í RÚV og stjórnarandstöðuþingmaður gagnrýna þau og telja sérstakt ef ákvörðunin sé tekin frá Útvarpsstjóra og færð til utanríkisráðherra. „Það verður hins vegar að segjast varðandi þetta er að þessi ákvörðun er að mínu mati, hún snýr að utanríkismálum og þetta er málefni af þeirri stærðargráðu að ákveðum við að taka ekki þátt þá eru það auðvitað skýr skilaboð um ákveðna stefnu,“ sagði Lilja í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Hún líkti málinu við það þegar ákveðið var að spila ekki fótbolta við Rússland vegna innrásarinnar í Úkraínu. „En nú er það svo að Ísrael er líka að taka þátt í ýmsum menningarviðburðum eins og knattspyrnu, myndlist og öðru slíku og til þess að taka, að mínu mati, upplýsta ákvörðun þá verður hún að vera tekin út frá utanríkispólitík.“ Hljóti að koma útvarpsstjóra spánskt fyrir sjónir Mörður Áslaugarson, stjórnarmaður í RÚV, segir að með þessum ummælum sé Lilja að útvista málinu til Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Í Facebook-færslu minnist Mörður á að Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hafi fullyrt að ákvörðunin sé einungis í höndum sjálfs Ríkisútvaprsins, og því hljóti ummæli Lilju að koma honum spánskt fyrir sjónir. „Þetta reynist ekki allskostar rétt greining hjá Stefáni því samkvæmt mennta- og menningarmálaráðherra verður það Bjarni Benediktsson en ekki Bashar Murad sem ákveða mun hvort Íslandi (og takið eftir því, Ísland, ekki RÚV) muni senda þátttakanda,“ skrifar Mörður. „Líklega hefur mennta- og menningaráðherra séð í hendi sér að það væri ekki hægt að taka þá áhættu að þessi mikilvæga ákvörðun lenti á höndum eins þeirra sem hafst hefur við í tjaldi fyrir utan alþingishúsið,“ bætir hann við. „Fjölmiðli sem er uppálagt að fylgja stefnu stjórnvalda er ekki mikils virði“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, tekur í sama streng í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir Lilju vera á villigötum. „Ráðherrar eiga að láta fjölmiðlum eftir að taka ákvarðanir um dagskrá og fréttir. Stjórnmálamenn eiga setja almennar reglur og lög um RÚV og aðra fjölmiðla en einstaka ákvarðanir um það sem birtist á skjánum er í höndum þeirra sem stýra miðlunum. Öðruvísi getur það ekki verið í lýðræðissamfélagi sem skilur hve mikilvægt frelsi fjölmiðla er.“ Sigmar segist átta sig á því að málið sé mjög viðkvæmt og ákvörðunin stór, en að mati hans er hún ekki stjórnmálanna, jafnvel þó stjórnendur RÚV séu í klemmu vegna málsins. „Þetta er ekki sambærilegt við þátttöku Íslands í íþróttaviðburðum. Ofur einfaldlega vegna þess að RÚV er sjálfstæður fjölmiðill en ekki íþróttafélag eða sérsamband. Þetta vekur strax upp þá spurningu hvort menningarmálaráðherra og fleirum í ríkisstjórninni finnst að Ríkisútvarpið eigi að ráðfæra sig við stjórnvöld um eitthvað annað dagskrárefni – hvort einhverjar aðrar aðstæður geti kallað á afskipti stjórnvalda af miðlinum? Og ekki síður, hefur þess áður verið krafist í tíð þessarar ríkisstjórnar að fjölmiðlar beri ákvarðanir sínar um dagskrárefni undir ráðherra?“ spyr Sigmar. „Stefán Eiríksson og hans fólk þarf að taka þessa ákvörðun. Og það er alveg ljóst að fólk verður reitt, sama hver ákvörðunin verður. En ég hef lúmskan grun um að reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa Ríkisútvarpinu fyrir verkum,“ bætir Sigmar við. Hann segir að sé það ráðandi viðhorf hjá stjórnvöldum þá sé Ísland í vanda statt. „Það er erfitt að réttlæta tilvist ríkisfjölmiðils sem tekur við fyrirmælum frá ráðherra um þátttöku í sjónvarpsþáttum. Fjölmiðli sem er uppálagt að fylgja stefnu stjórnvalda er ekki mikils virði. Spyrjið bara Rússa.“ Eurovision Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Menning Utanríkismál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Það verður hins vegar að segjast varðandi þetta er að þessi ákvörðun er að mínu mati, hún snýr að utanríkismálum og þetta er málefni af þeirri stærðargráðu að ákveðum við að taka ekki þátt þá eru það auðvitað skýr skilaboð um ákveðna stefnu,“ sagði Lilja í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Hún líkti málinu við það þegar ákveðið var að spila ekki fótbolta við Rússland vegna innrásarinnar í Úkraínu. „En nú er það svo að Ísrael er líka að taka þátt í ýmsum menningarviðburðum eins og knattspyrnu, myndlist og öðru slíku og til þess að taka, að mínu mati, upplýsta ákvörðun þá verður hún að vera tekin út frá utanríkispólitík.“ Hljóti að koma útvarpsstjóra spánskt fyrir sjónir Mörður Áslaugarson, stjórnarmaður í RÚV, segir að með þessum ummælum sé Lilja að útvista málinu til Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Í Facebook-færslu minnist Mörður á að Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hafi fullyrt að ákvörðunin sé einungis í höndum sjálfs Ríkisútvaprsins, og því hljóti ummæli Lilju að koma honum spánskt fyrir sjónir. „Þetta reynist ekki allskostar rétt greining hjá Stefáni því samkvæmt mennta- og menningarmálaráðherra verður það Bjarni Benediktsson en ekki Bashar Murad sem ákveða mun hvort Íslandi (og takið eftir því, Ísland, ekki RÚV) muni senda þátttakanda,“ skrifar Mörður. „Líklega hefur mennta- og menningaráðherra séð í hendi sér að það væri ekki hægt að taka þá áhættu að þessi mikilvæga ákvörðun lenti á höndum eins þeirra sem hafst hefur við í tjaldi fyrir utan alþingishúsið,“ bætir hann við. „Fjölmiðli sem er uppálagt að fylgja stefnu stjórnvalda er ekki mikils virði“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, tekur í sama streng í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir Lilju vera á villigötum. „Ráðherrar eiga að láta fjölmiðlum eftir að taka ákvarðanir um dagskrá og fréttir. Stjórnmálamenn eiga setja almennar reglur og lög um RÚV og aðra fjölmiðla en einstaka ákvarðanir um það sem birtist á skjánum er í höndum þeirra sem stýra miðlunum. Öðruvísi getur það ekki verið í lýðræðissamfélagi sem skilur hve mikilvægt frelsi fjölmiðla er.“ Sigmar segist átta sig á því að málið sé mjög viðkvæmt og ákvörðunin stór, en að mati hans er hún ekki stjórnmálanna, jafnvel þó stjórnendur RÚV séu í klemmu vegna málsins. „Þetta er ekki sambærilegt við þátttöku Íslands í íþróttaviðburðum. Ofur einfaldlega vegna þess að RÚV er sjálfstæður fjölmiðill en ekki íþróttafélag eða sérsamband. Þetta vekur strax upp þá spurningu hvort menningarmálaráðherra og fleirum í ríkisstjórninni finnst að Ríkisútvarpið eigi að ráðfæra sig við stjórnvöld um eitthvað annað dagskrárefni – hvort einhverjar aðrar aðstæður geti kallað á afskipti stjórnvalda af miðlinum? Og ekki síður, hefur þess áður verið krafist í tíð þessarar ríkisstjórnar að fjölmiðlar beri ákvarðanir sínar um dagskrárefni undir ráðherra?“ spyr Sigmar. „Stefán Eiríksson og hans fólk þarf að taka þessa ákvörðun. Og það er alveg ljóst að fólk verður reitt, sama hver ákvörðunin verður. En ég hef lúmskan grun um að reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa Ríkisútvarpinu fyrir verkum,“ bætir Sigmar við. Hann segir að sé það ráðandi viðhorf hjá stjórnvöldum þá sé Ísland í vanda statt. „Það er erfitt að réttlæta tilvist ríkisfjölmiðils sem tekur við fyrirmælum frá ráðherra um þátttöku í sjónvarpsþáttum. Fjölmiðli sem er uppálagt að fylgja stefnu stjórnvalda er ekki mikils virði. Spyrjið bara Rússa.“
Eurovision Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Menning Utanríkismál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira