Margar líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í nótt Jón Þór Stefánsson skrifar 28. janúar 2024 07:43 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna mörgum útköllum er vörðuðu líkamsárásir eða umferðaróhöpp í gærkvöldi og nótt. Í dagbók lögreglunnar er minnst á fimm líkamsárásir og sjö umferðaróhöpp sem og önnur atvik er varða umferðina. Í Hlíðahverfinu var maður handtekinn grunaður um að veitast að öðrum manni með hnefahöggum. Hann var vistaður í fangaklefa. Lögreglu var tilkynnt um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur þar sem einstaklingur var sleginn í andlitið með krepptum hnefa. Fram kemur að gerandinn hafi verið farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði, en hún telur sig vita hver hafi verið að verki. Líkamsárás í Hafnarfirði var tilkynnt til lögreglu. Þar var veist að aðila með „einhverskonar bareflum“, en fram kemur að ekki sé vitað meira um málið að svo stöddu. Greint er frá tveimur líkamsárásum til viðbótar, en ekki kemur fram hvar á höfuðborgarsvæðinu þær voru. Annars vegar handtók lögregla mann í heimahúsi sem hafði veist að öðrum einstakling og haft í hótunum. Sá var að sögn lögreglu töluvert ölvaður og vistaður í fangaklefa. Hins vegar er greint frá því maður hafi verið handtekinn grunaður um líkamsárás. Hann hafi verið undir áhrifum og vistaður í fangaklefa. Líkt og áður segir var einnig greint frá þónokkrum umferðaróhöppum. Til að mynda var greint frá bíl sem var ekið á umferðarmannvirki, bíl sem var ekið á tvær mannlausar bifreiðar, bíl sem var ekið á umferðarljósavita, bíl sem rakst utan í aðra bifreið í sömu akstursstefnu, bíl sem var ekið á ljósastaur og á vegrið, þrjá bíla sem rákust saman, og bíl sem hafnaði utan vegar. Í einu atvikinu kemur fram að ökumaður hafi slasast og verið fluttur á bráðamóttöku. Varðandi bílinn sem endaði utan vegar segir að töluvert tjón hafi verið á bílnum og að ekki sé vitað um ástand ökumannsins. Í hinum tilvikunum virðist sem enginn hafi slasast, en í einhverjum tilfellum voru ökumenn ölvaðir eða undir áhrifum fíknefna og því handteknir. Þá barst lögreglu tilkynning um öskur og læti frá íbúð í fjölbýlishúsi. Í dagbók lögreglunnar segir að lögregla hafi farið á vettvang og eftir töluverðan tíma hafi maður komið til dyra. Sá hafði verið að spila tölvuleik og sagðist hafa gleymt sér í hita leiksins. Í Breiðholti var tilkynnt um eld í bifreið sem var lagt í bílastæði. Fram kemur að það máls sé í rannsókn. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Í Hlíðahverfinu var maður handtekinn grunaður um að veitast að öðrum manni með hnefahöggum. Hann var vistaður í fangaklefa. Lögreglu var tilkynnt um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur þar sem einstaklingur var sleginn í andlitið með krepptum hnefa. Fram kemur að gerandinn hafi verið farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði, en hún telur sig vita hver hafi verið að verki. Líkamsárás í Hafnarfirði var tilkynnt til lögreglu. Þar var veist að aðila með „einhverskonar bareflum“, en fram kemur að ekki sé vitað meira um málið að svo stöddu. Greint er frá tveimur líkamsárásum til viðbótar, en ekki kemur fram hvar á höfuðborgarsvæðinu þær voru. Annars vegar handtók lögregla mann í heimahúsi sem hafði veist að öðrum einstakling og haft í hótunum. Sá var að sögn lögreglu töluvert ölvaður og vistaður í fangaklefa. Hins vegar er greint frá því maður hafi verið handtekinn grunaður um líkamsárás. Hann hafi verið undir áhrifum og vistaður í fangaklefa. Líkt og áður segir var einnig greint frá þónokkrum umferðaróhöppum. Til að mynda var greint frá bíl sem var ekið á umferðarmannvirki, bíl sem var ekið á tvær mannlausar bifreiðar, bíl sem var ekið á umferðarljósavita, bíl sem rakst utan í aðra bifreið í sömu akstursstefnu, bíl sem var ekið á ljósastaur og á vegrið, þrjá bíla sem rákust saman, og bíl sem hafnaði utan vegar. Í einu atvikinu kemur fram að ökumaður hafi slasast og verið fluttur á bráðamóttöku. Varðandi bílinn sem endaði utan vegar segir að töluvert tjón hafi verið á bílnum og að ekki sé vitað um ástand ökumannsins. Í hinum tilvikunum virðist sem enginn hafi slasast, en í einhverjum tilfellum voru ökumenn ölvaðir eða undir áhrifum fíknefna og því handteknir. Þá barst lögreglu tilkynning um öskur og læti frá íbúð í fjölbýlishúsi. Í dagbók lögreglunnar segir að lögregla hafi farið á vettvang og eftir töluverðan tíma hafi maður komið til dyra. Sá hafði verið að spila tölvuleik og sagðist hafa gleymt sér í hita leiksins. Í Breiðholti var tilkynnt um eld í bifreið sem var lagt í bílastæði. Fram kemur að það máls sé í rannsókn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira