Segir stjórnvöld rög við að taka sjálfstæðar ákvarðanir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. janúar 2024 21:27 Þórhildur Sunna segir íslensk stjórnvöld ekki vera að standa sig í málum Palestínu. Vísir/Steingrímur Dúi Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sem er einnig menntuð í alþjóða- og Evrópulögum segir íslensk stjórnvöld ekki hafa verið að standa sig varðandi átökin í Palestínu. Mikilvægt sé að aðildarríki að samningnum um bann við þjóðarmorði geri allt sem í sínu valdi stendur að bregðast við og koma í veg fyrir slíkt og að vonandi verði bráðabirgðaúrskurður alþjóðadómstólsins í Haag til þess ýta á eftir íslenskum stjórnvöldum. „Hann setur aukinn þunga í kröfuna um að við bregðumst við með harkalegri hætti heldur en mjúkum yfirlýsingum um að það verði að fylgja alþjóðalögum eða einhverju slíku eins og íslensk stjórnvöld hafa verið að gera fram að þessu,“ segir Þórhildur Sunna og á við úrskurðinn. Meðal þessara harkalegri viðbragða séu viðskiptaþvinganir, minnkun á stjórnmálasambandi Íslands við Ísrael og þrýstingur á önnur ríki að auka stuðning sinn við Palestínumenn. Staða Íslands frábrugðin Þórhildur segir íslensk stjórnvöld vera rög við að taka sjálfstæðar ákvarðanir gagnvart Ísraels og horfa mikið til nágrannaþjóða í Evrópu og Ameríku en að staða Íslands sé frábrugðin vegna þess að Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. „Vonandi þýðir þetta vopnahlé strax. Það hefur mikið verið talað um það að dómstóllinn hafi ekki skipað tafarlaust vopnahlé en það er mjög snúið lagalega fyrir dómstólinn að gera það,“ segir Þórhildur. „En það sem þetta þýðir er að þau þurfi að gjörbreyta sínum hernaði og í raun draga mjög mikið í land ef ætlunin er að fylgja þessum úrskurði. Svo á auðvitað eftir að koma í ljós hvort þau muni fylgja honum.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Mikilvægt sé að aðildarríki að samningnum um bann við þjóðarmorði geri allt sem í sínu valdi stendur að bregðast við og koma í veg fyrir slíkt og að vonandi verði bráðabirgðaúrskurður alþjóðadómstólsins í Haag til þess ýta á eftir íslenskum stjórnvöldum. „Hann setur aukinn þunga í kröfuna um að við bregðumst við með harkalegri hætti heldur en mjúkum yfirlýsingum um að það verði að fylgja alþjóðalögum eða einhverju slíku eins og íslensk stjórnvöld hafa verið að gera fram að þessu,“ segir Þórhildur Sunna og á við úrskurðinn. Meðal þessara harkalegri viðbragða séu viðskiptaþvinganir, minnkun á stjórnmálasambandi Íslands við Ísrael og þrýstingur á önnur ríki að auka stuðning sinn við Palestínumenn. Staða Íslands frábrugðin Þórhildur segir íslensk stjórnvöld vera rög við að taka sjálfstæðar ákvarðanir gagnvart Ísraels og horfa mikið til nágrannaþjóða í Evrópu og Ameríku en að staða Íslands sé frábrugðin vegna þess að Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. „Vonandi þýðir þetta vopnahlé strax. Það hefur mikið verið talað um það að dómstóllinn hafi ekki skipað tafarlaust vopnahlé en það er mjög snúið lagalega fyrir dómstólinn að gera það,“ segir Þórhildur. „En það sem þetta þýðir er að þau þurfi að gjörbreyta sínum hernaði og í raun draga mjög mikið í land ef ætlunin er að fylgja þessum úrskurði. Svo á auðvitað eftir að koma í ljós hvort þau muni fylgja honum.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira