Segir stjórnvöld rög við að taka sjálfstæðar ákvarðanir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. janúar 2024 21:27 Þórhildur Sunna segir íslensk stjórnvöld ekki vera að standa sig í málum Palestínu. Vísir/Steingrímur Dúi Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sem er einnig menntuð í alþjóða- og Evrópulögum segir íslensk stjórnvöld ekki hafa verið að standa sig varðandi átökin í Palestínu. Mikilvægt sé að aðildarríki að samningnum um bann við þjóðarmorði geri allt sem í sínu valdi stendur að bregðast við og koma í veg fyrir slíkt og að vonandi verði bráðabirgðaúrskurður alþjóðadómstólsins í Haag til þess ýta á eftir íslenskum stjórnvöldum. „Hann setur aukinn þunga í kröfuna um að við bregðumst við með harkalegri hætti heldur en mjúkum yfirlýsingum um að það verði að fylgja alþjóðalögum eða einhverju slíku eins og íslensk stjórnvöld hafa verið að gera fram að þessu,“ segir Þórhildur Sunna og á við úrskurðinn. Meðal þessara harkalegri viðbragða séu viðskiptaþvinganir, minnkun á stjórnmálasambandi Íslands við Ísrael og þrýstingur á önnur ríki að auka stuðning sinn við Palestínumenn. Staða Íslands frábrugðin Þórhildur segir íslensk stjórnvöld vera rög við að taka sjálfstæðar ákvarðanir gagnvart Ísraels og horfa mikið til nágrannaþjóða í Evrópu og Ameríku en að staða Íslands sé frábrugðin vegna þess að Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. „Vonandi þýðir þetta vopnahlé strax. Það hefur mikið verið talað um það að dómstóllinn hafi ekki skipað tafarlaust vopnahlé en það er mjög snúið lagalega fyrir dómstólinn að gera það,“ segir Þórhildur. „En það sem þetta þýðir er að þau þurfi að gjörbreyta sínum hernaði og í raun draga mjög mikið í land ef ætlunin er að fylgja þessum úrskurði. Svo á auðvitað eftir að koma í ljós hvort þau muni fylgja honum.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Mikilvægt sé að aðildarríki að samningnum um bann við þjóðarmorði geri allt sem í sínu valdi stendur að bregðast við og koma í veg fyrir slíkt og að vonandi verði bráðabirgðaúrskurður alþjóðadómstólsins í Haag til þess ýta á eftir íslenskum stjórnvöldum. „Hann setur aukinn þunga í kröfuna um að við bregðumst við með harkalegri hætti heldur en mjúkum yfirlýsingum um að það verði að fylgja alþjóðalögum eða einhverju slíku eins og íslensk stjórnvöld hafa verið að gera fram að þessu,“ segir Þórhildur Sunna og á við úrskurðinn. Meðal þessara harkalegri viðbragða séu viðskiptaþvinganir, minnkun á stjórnmálasambandi Íslands við Ísrael og þrýstingur á önnur ríki að auka stuðning sinn við Palestínumenn. Staða Íslands frábrugðin Þórhildur segir íslensk stjórnvöld vera rög við að taka sjálfstæðar ákvarðanir gagnvart Ísraels og horfa mikið til nágrannaþjóða í Evrópu og Ameríku en að staða Íslands sé frábrugðin vegna þess að Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. „Vonandi þýðir þetta vopnahlé strax. Það hefur mikið verið talað um það að dómstóllinn hafi ekki skipað tafarlaust vopnahlé en það er mjög snúið lagalega fyrir dómstólinn að gera það,“ segir Þórhildur. „En það sem þetta þýðir er að þau þurfi að gjörbreyta sínum hernaði og í raun draga mjög mikið í land ef ætlunin er að fylgja þessum úrskurði. Svo á auðvitað eftir að koma í ljós hvort þau muni fylgja honum.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira