Brot á alþjóðalögum að framfylgja ekki skipunum Alþjóðadómstólsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. janúar 2024 18:37 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að nýfallinn bráðabrigðaúrskurður Alþjóðadómstólsins í Haag hafi gríðarlega mikla þýðingu. Stöð 2/Arnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sem er menntuð í alþjóða- og Evrópulögum sem og mannréttindum og alþjóðlegum refsirétti, segir bráðabirgðaniðurstöðu Alþjóðadómstólsins í Haag vera ofboðslega mikilvæga fyrir íbúa á Gasa og hafa mikla þýðingu. „Vegna þess að þarna er Ísrael skipað af alþjóðadómstól sem hefur lögsögu til þess að skipa Ísrael að gera eitthvað eða láta af einhverri hegðun; að hætta öllu sem talist gæti til þjóðarmorðs og að tryggja að sönnunargögn um að mögulegt þjóðarmorð hafi verið framið séu varðveitt og ekki eyðilögð, að tryggja það að hermenn þeirra séu ekki að fremja neitt sem fellur undir skilgreiningu á þjóðarmorði í hernaði sínum á Gasa.“ Ísrael er gert að skila skýrslu innan mánaðar, frá og með deginum í dag, um hvernig þeir hafi framfylgt skipunum dómstólsins. „Það sem er mjög áhugavert og sérstakt við þennan dóm er að þau segja að það þurfi að sækja til saka þá sem hafa verið að hvetja til þjóðarmorðs, það gefur til kynna að dómstóllinn hafi töluverðar áhyggjur af þeirri orðræðu sem hefur verið viðhöfð af mjög valdamiklu fólki, þau nefna þarna varnarmálaráðherra Ísraels sem bendir til þess að verið sé að hvetja til þjóðarmorðs. Og það er auðvitað sér glæpur út af fyrir sig að hvetja til þjóðarmorðs, og þeim beri skylda til að refsa fyrir það, sækja þá til saka og vinna gegn því að fólk sé að hvetja til þjóðarmorðs í Ísrael.“ Fyrstu viðbrögð stjórnvalda í Ísrael benda ekki til þess að þau nálgist niðurstöðuna af mikilli virðingu en einn ráðamannanna hafði til að mynda í frammi uppnefni og sagði „Hague schmague“. Þórhildur Sunna segir þó að niðurstaðan í dag muni líka hafa áhrif út fyrir Ísrael og á bandamenn ríkisins sem gefa sig út fyrir að vera friðelskandi en einnig áfram um alþjóðalög. „Þessi bráðabirgðaúrskurður gefur ríkjum ákveðið lögmæti gagnvart því að beita Ísrael þrýstingi um að láta af því sem ég tel vera stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Palestínu og mögulegt þjóðarmorð, eins og bent hefur verið á, og setur í raun pressu á ríki heims sem segjast að minnsta kosti í orði kveðnu styðja alþjóðalög og fara eftir þeim og finnast mikilvægt að þeim sé fylgt og svo framvegis.“ Hið augljósa sé að úrskurðurinn setji pressu á Bandaríkin. „Að hætta að vera með, svo gott sem, skilyrðislausan stuðning við Ísrael og þetta auðveldar til muna að setja þrýsting á stjórnvöld um að beita refsiaðgerðum verði Ísrael ekki við kröfum dómstólsins um úrbætur gagnvart því sem dómstóllinn segir að þeir verði að gera. Ef þeir eru ekki að fylgja beinum úrskurði dómstólsins í Haag, þá eru þeir brotlegir við alþjóðalög vegna þess að þeim ber bein lagaleg skylda til að fylgja þessum fyrirmælum.“ Ísrael Palestína Suður-Afríka Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja Ísraelum að draga úr hernaði á Gasa Dómarar Alþjóðargerðardómstólsins í Haag hafa komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelar eigi að draga úr hernaðaraðgerðum á Gasaströndinni og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað er um hvort þeir séu að fremja þjóðarmorð á Gasaströndinni eða ekki. 26. janúar 2024 12:46 Von á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í dag Von er á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í Haag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Suður-Afríka óskaði þess í máli sínu að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð Ísraela á Gasa. 26. janúar 2024 07:10 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
„Vegna þess að þarna er Ísrael skipað af alþjóðadómstól sem hefur lögsögu til þess að skipa Ísrael að gera eitthvað eða láta af einhverri hegðun; að hætta öllu sem talist gæti til þjóðarmorðs og að tryggja að sönnunargögn um að mögulegt þjóðarmorð hafi verið framið séu varðveitt og ekki eyðilögð, að tryggja það að hermenn þeirra séu ekki að fremja neitt sem fellur undir skilgreiningu á þjóðarmorði í hernaði sínum á Gasa.“ Ísrael er gert að skila skýrslu innan mánaðar, frá og með deginum í dag, um hvernig þeir hafi framfylgt skipunum dómstólsins. „Það sem er mjög áhugavert og sérstakt við þennan dóm er að þau segja að það þurfi að sækja til saka þá sem hafa verið að hvetja til þjóðarmorðs, það gefur til kynna að dómstóllinn hafi töluverðar áhyggjur af þeirri orðræðu sem hefur verið viðhöfð af mjög valdamiklu fólki, þau nefna þarna varnarmálaráðherra Ísraels sem bendir til þess að verið sé að hvetja til þjóðarmorðs. Og það er auðvitað sér glæpur út af fyrir sig að hvetja til þjóðarmorðs, og þeim beri skylda til að refsa fyrir það, sækja þá til saka og vinna gegn því að fólk sé að hvetja til þjóðarmorðs í Ísrael.“ Fyrstu viðbrögð stjórnvalda í Ísrael benda ekki til þess að þau nálgist niðurstöðuna af mikilli virðingu en einn ráðamannanna hafði til að mynda í frammi uppnefni og sagði „Hague schmague“. Þórhildur Sunna segir þó að niðurstaðan í dag muni líka hafa áhrif út fyrir Ísrael og á bandamenn ríkisins sem gefa sig út fyrir að vera friðelskandi en einnig áfram um alþjóðalög. „Þessi bráðabirgðaúrskurður gefur ríkjum ákveðið lögmæti gagnvart því að beita Ísrael þrýstingi um að láta af því sem ég tel vera stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Palestínu og mögulegt þjóðarmorð, eins og bent hefur verið á, og setur í raun pressu á ríki heims sem segjast að minnsta kosti í orði kveðnu styðja alþjóðalög og fara eftir þeim og finnast mikilvægt að þeim sé fylgt og svo framvegis.“ Hið augljósa sé að úrskurðurinn setji pressu á Bandaríkin. „Að hætta að vera með, svo gott sem, skilyrðislausan stuðning við Ísrael og þetta auðveldar til muna að setja þrýsting á stjórnvöld um að beita refsiaðgerðum verði Ísrael ekki við kröfum dómstólsins um úrbætur gagnvart því sem dómstóllinn segir að þeir verði að gera. Ef þeir eru ekki að fylgja beinum úrskurði dómstólsins í Haag, þá eru þeir brotlegir við alþjóðalög vegna þess að þeim ber bein lagaleg skylda til að fylgja þessum fyrirmælum.“
Ísrael Palestína Suður-Afríka Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja Ísraelum að draga úr hernaði á Gasa Dómarar Alþjóðargerðardómstólsins í Haag hafa komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelar eigi að draga úr hernaðaraðgerðum á Gasaströndinni og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað er um hvort þeir séu að fremja þjóðarmorð á Gasaströndinni eða ekki. 26. janúar 2024 12:46 Von á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í dag Von er á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í Haag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Suður-Afríka óskaði þess í máli sínu að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð Ísraela á Gasa. 26. janúar 2024 07:10 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Segja Ísraelum að draga úr hernaði á Gasa Dómarar Alþjóðargerðardómstólsins í Haag hafa komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelar eigi að draga úr hernaðaraðgerðum á Gasaströndinni og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað er um hvort þeir séu að fremja þjóðarmorð á Gasaströndinni eða ekki. 26. janúar 2024 12:46
Von á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í dag Von er á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í Haag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Suður-Afríka óskaði þess í máli sínu að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð Ísraela á Gasa. 26. janúar 2024 07:10