Mikill meirihluti vill engan núverandi forsetaframbjóðanda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. janúar 2024 11:11 Sigríður Hrund Pétursdóttir og Arnar Þór Jónsson eru nefnd á nafn af átta og sex prósent svarenda. Mikill meirihluti þjóðarinnar, 77 prósent, vill engan af þeim forsetaframbjóðendum sem hafa tilkynnt framboð sitt sem næsta forseta. Þetta eru niðurstöður nýrrar netkönnunar Prósents. Í tilkynningu frá Prósent kemur fram að gögnum hafi verið safnað 16. til 24. janúar. Í úrtaki voru 1800 einstaklingar og var um að ræða netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Svarhlutfall var 51 prósent. Spurt var tveggja spurninga um væntanlegt forsetaframboð. Fyrri spurningin var opin spurning um hvern svarendur vilji að verði næsti forseti Íslands. Síðan spurði Prósent um viðhorf til þeirra einstaklinga sem þegar hafa tilkynnt framboð sitt. Stutt milli frambjóðenda Arnar Þór Jónsson, Axel Pétur Axelsson, Ástþór Magnússon, Sigríður Hrund Pétursdóttir og Tómas Logi Hallgrímsson hafa öll boðið sig fram til forseta. Svarendur gátu hakað við frambjóðendur eða valkostinn „Enginn af ofangreindum.“ Prósent 77 prósent einstaklinga sem tóku afstöðu svöruðu að þeir vildu engan af ofangreindum sem næsta forseta Íslands. 23 prósent völdu frambjóðendur af lista. Skiptust hlutföllin þannig að Sigríður Hrund Pétursdóttir fékk átta prósent svara, Arnar Þór Jónsson sex prósent, Tómas Logi Hallgrímsson fimm prósent, Ástþór Magnússon þrjú prósent og Axel Pétur Axelsson eitt prósent. Flestir vilja Guðna áfram Í svörum við opnu spurningunni um það hverjir svarendur vilja að verði næsti forseti Íslands nafngreindu 44 prósent svarenda einstakling en 56 prósent tóku ekki afstöðu. Níu prósent svarenda nefndu Guðna Th. Jóhannesson, núverandi forseta Íslands. Fjögur prósent nefndu Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þrjú prósent nefndu Höllu Tómasdóttir. Tvö prósent nefndu Ólaf Jóhann Ólafsson rithöfund, eitt prósent Jón Gnarr grínista og leikara, Arnar Þór Jónsson var nefndur af eitt prósent svarenda líkt og Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttakona. Auk þeirra voru 89 til viðbótar nefndir á nafn af svarendum Prósents. Þau sem voru nefnd fimm til níu sinnum voru Davíð Oddsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Víðir Reynisson. Prósent Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Í tilkynningu frá Prósent kemur fram að gögnum hafi verið safnað 16. til 24. janúar. Í úrtaki voru 1800 einstaklingar og var um að ræða netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Svarhlutfall var 51 prósent. Spurt var tveggja spurninga um væntanlegt forsetaframboð. Fyrri spurningin var opin spurning um hvern svarendur vilji að verði næsti forseti Íslands. Síðan spurði Prósent um viðhorf til þeirra einstaklinga sem þegar hafa tilkynnt framboð sitt. Stutt milli frambjóðenda Arnar Þór Jónsson, Axel Pétur Axelsson, Ástþór Magnússon, Sigríður Hrund Pétursdóttir og Tómas Logi Hallgrímsson hafa öll boðið sig fram til forseta. Svarendur gátu hakað við frambjóðendur eða valkostinn „Enginn af ofangreindum.“ Prósent 77 prósent einstaklinga sem tóku afstöðu svöruðu að þeir vildu engan af ofangreindum sem næsta forseta Íslands. 23 prósent völdu frambjóðendur af lista. Skiptust hlutföllin þannig að Sigríður Hrund Pétursdóttir fékk átta prósent svara, Arnar Þór Jónsson sex prósent, Tómas Logi Hallgrímsson fimm prósent, Ástþór Magnússon þrjú prósent og Axel Pétur Axelsson eitt prósent. Flestir vilja Guðna áfram Í svörum við opnu spurningunni um það hverjir svarendur vilja að verði næsti forseti Íslands nafngreindu 44 prósent svarenda einstakling en 56 prósent tóku ekki afstöðu. Níu prósent svarenda nefndu Guðna Th. Jóhannesson, núverandi forseta Íslands. Fjögur prósent nefndu Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þrjú prósent nefndu Höllu Tómasdóttir. Tvö prósent nefndu Ólaf Jóhann Ólafsson rithöfund, eitt prósent Jón Gnarr grínista og leikara, Arnar Þór Jónsson var nefndur af eitt prósent svarenda líkt og Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttakona. Auk þeirra voru 89 til viðbótar nefndir á nafn af svarendum Prósents. Þau sem voru nefnd fimm til níu sinnum voru Davíð Oddsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Víðir Reynisson. Prósent
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira