Veður

Kyrr­stæð lægð dælir til okkar élja­lofti

Atli Ísleifsson skrifar
Frost á landinu verður á bilinu núll til sjö stigum.
Frost á landinu verður á bilinu núll til sjö stigum. Vísir/Vilhelm

Nærri kyrrstæð lægð á Grænlandshafi mun dæla til okkar éljalofti úr suðvestri í dag. Smálægð mun fara allhratt norðaustur yfir land og það mun snjóa víða frá henni um tíma og vindur ganga í suðvestan tíu til átján metrum á sekúndu.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að úrkomulítið verði á Norðaustur- og Austurlandi á morgun, en éljagangur í öðrum landshlutum og síðdegis mun svo heldur að lægja.

Frost verður á bilinu núll til sjö stigum.

Á sunnudag er spáð suðvestan kalda, en allhvössum vindi syðst á landinu. Él í flestum landshlutum og svalt í veðri.

Í tilkynningu frá Vegagerðarinnar segir að bakki með samfelldri snjókomu stefni nú óðfluga á suðvestanvert landið og er reiknað er með takmörkuðu skyggni á meðan hann gangi yfir. Á höfuðborgarsvæðinu verður hann líklega á ferðinni frá því um klukkan 8 til 10.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Suðvestan 10-18 m/s, en 15-20 við suðurströndina fyrri part dags. Víða él, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Frost 0 til 6 stig. Dregur úr vindi síðdegis.

Á sunnudag: Suðvestlæg eða breytileg átt 5-13 og snjókoma eða él. Hiti breytist lítið.

Á mánudag: Sunnanátt og rigning eða snjókoma, þó síst norðaustanlands. Hiti kringum frostmark.

Á þriðjudag: Suðlæg átt með snjókomu eða éljum og vægu frosti, en rigningu eða slyddu um tíma á Suðaustur- og Austurlandi.

Á miðvikudag: Norðlæg átt og él, en þurrt sunnan heiða. Kólnandi veður.

Á fimmtudag: Breytileg átt, stöku él og kalt í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×