Þurfti að dúsa ein í dimmri lyftu þar til rafmagn komst aftur á Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. janúar 2024 20:00 María Björk festist í lyftu á heimili sínu í rafmagnsleysinu í Reykjavík í dag. Aðsend María Björk Lárusdóttir lenti í óhugnanlegu atviki í rafmagnsleysinu sem varð í Reykjavík í dag en þó ekki í umferðinni. Hún festist í lyftu á leið sinni heim og þurfti að dúsa þar í hálfan klukkutíma. María stytti sér stundir við að lesa um rafmagnsleysið og umferðarteppurnar ásamt því að deila reynslu sinni í lyftunni með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Twitter. Ég ein er föst í lyftu í rafmagnsleysi. Ef þetta verða mín hinstu tweet þá vil ég að þau verði innrömmuð og hengd upp í Perlunni.— María Björk (@baragrin) January 25, 2024 Hún segir í samtali við fréttastofu að atvikið hafi verið áhugaverð lífsreynsla. „Ég var að koma heim, ég bý á fimmtu hæð, og fór í lyftuna úr bílakjallaranum og svo stöðvaðist hún frekar harkalega og ljósið fór. Svo las ég bara á Vísi að það væri rafmagnslaust,“ segir María. Hún bætir við að henni hafi fundist rétt að láta fylgjendur sína vita af hremmingum sínum og harmar það að hafa ekki komið með nesti. Misvinaleg viðbrögð „Þetta var dálítið skerí. Ég hef ekki verið föst í lyftu áður en ég hringdi bara í neyðarnúmerið sem er í lyftum og þar svaraði einhver, kannski ekkert vinalegasti maður, en hann er kannski meira vanur að fá svona símtal. Hann ætlaði að senda til mín mann. Hann spurði mig fyrst hvort ég gæti opnað hurðina og ég sagði: „Nei, ekki alveg.“ Hann svaraði reyndar bara: „Já hvað?“ þegar ég hringdi,“ María komst þó á endanum úr lyftunni þegar rafmagn kom aftur á. Hún þurfti þó á aðstoð viðbragðsaðila að halda til að opna lyftudyrnar. „Það leið þarna einhver hálftími á meðan ég var að lesa mér til um rafmagnsleysið og umferðina og svo kom einhver maður. Eiginlega á sama tíma og hann kom þá kom rafmagnið aftur á. Hann þurfti samt að aðstoða mig við að opna, lyftan skaddaðist eitthvað í þessu rafmagnsleysi,“ segir hún. „Þetta leystist á endanum. En dramatískar þrjátíu mínútur,“ Hún tekur fram að hún ætli sér að halda sig við stigann að minnsta kosti í bili. Á Twitter-síðu deildi María þeim lærdómi sem henni hlotnaðist af reynslunni með fylgjendum sínum. Ef maður ætlar læra eitthvað af því að festast í lyftu þá er það:a. Pissa alltaf áður en maður fer útb. Alltaf vera með eitthvað maul á sér til að stressborðac. Taka stigann— María Björk (@baragrin) January 25, 2024 Reykjavík Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
María stytti sér stundir við að lesa um rafmagnsleysið og umferðarteppurnar ásamt því að deila reynslu sinni í lyftunni með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Twitter. Ég ein er föst í lyftu í rafmagnsleysi. Ef þetta verða mín hinstu tweet þá vil ég að þau verði innrömmuð og hengd upp í Perlunni.— María Björk (@baragrin) January 25, 2024 Hún segir í samtali við fréttastofu að atvikið hafi verið áhugaverð lífsreynsla. „Ég var að koma heim, ég bý á fimmtu hæð, og fór í lyftuna úr bílakjallaranum og svo stöðvaðist hún frekar harkalega og ljósið fór. Svo las ég bara á Vísi að það væri rafmagnslaust,“ segir María. Hún bætir við að henni hafi fundist rétt að láta fylgjendur sína vita af hremmingum sínum og harmar það að hafa ekki komið með nesti. Misvinaleg viðbrögð „Þetta var dálítið skerí. Ég hef ekki verið föst í lyftu áður en ég hringdi bara í neyðarnúmerið sem er í lyftum og þar svaraði einhver, kannski ekkert vinalegasti maður, en hann er kannski meira vanur að fá svona símtal. Hann ætlaði að senda til mín mann. Hann spurði mig fyrst hvort ég gæti opnað hurðina og ég sagði: „Nei, ekki alveg.“ Hann svaraði reyndar bara: „Já hvað?“ þegar ég hringdi,“ María komst þó á endanum úr lyftunni þegar rafmagn kom aftur á. Hún þurfti þó á aðstoð viðbragðsaðila að halda til að opna lyftudyrnar. „Það leið þarna einhver hálftími á meðan ég var að lesa mér til um rafmagnsleysið og umferðina og svo kom einhver maður. Eiginlega á sama tíma og hann kom þá kom rafmagnið aftur á. Hann þurfti samt að aðstoða mig við að opna, lyftan skaddaðist eitthvað í þessu rafmagnsleysi,“ segir hún. „Þetta leystist á endanum. En dramatískar þrjátíu mínútur,“ Hún tekur fram að hún ætli sér að halda sig við stigann að minnsta kosti í bili. Á Twitter-síðu deildi María þeim lærdómi sem henni hlotnaðist af reynslunni með fylgjendum sínum. Ef maður ætlar læra eitthvað af því að festast í lyftu þá er það:a. Pissa alltaf áður en maður fer útb. Alltaf vera með eitthvað maul á sér til að stressborðac. Taka stigann— María Björk (@baragrin) January 25, 2024
Reykjavík Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira