Innlent

Lög­reglu­mönnum oftar hótað vegna vinnu sinnar

Lovísa Arnardóttir skrifar
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild annast rannsókn á skotárásinni.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild annast rannsókn á skotárásinni. Vísir/Arnar

Lögreglumönnum er oftar hótað vegna vinnu sinnar. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir aukna hörku í undirheimum og að „sakleysi íslenskt samfélags sé horfið“.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag en þar segir að lögreglukona hafi þurft að flýja heimili sitt vegna vinnu sinnar. Grímur staðfestir það ekki en segir mál hafa komið upp síðustu misseri þar sem lögreglumenn hafa orðið fyrir hótunum eða eignir þeirra skemmdar.

Fjallað var um það fyrr í vikunni að bíll hans hefði verið skemmdur en í frétt Morgunblaðsins segir hann að einnig hafi verið kveikt í bíl lögreglumanns í sumar. Öll slík brot eru brot gegn valdstjórninni og eru rannsökuð af héraðssaksóknara.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×