Heilmikið byggt í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. janúar 2024 21:03 Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sem er að gera það gott í sveitarfélaginu með sínu fólki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heilmikil uppbygging á sér nú stað í Borgarnesi enda mikið byggt af nýju húsnæði á staðnum. Borgarbyggð er vaxandi sveitarfélag með sína 4.300 íbúa en íbúafjölgunin hefur verið um sex prósent á ári síðustu árin, sem þykir mjög gott, enda sveitarstjórinn ánægður með stöðu mála. „Við erum að koma út úr heilmiklu framkvæmdatímabili í samfélaginu öllu. Við höfum aðeins reynt að halda aftur af okkur í sveitarfélaginu en það er margt á könnunni hjá okkur, það er margt á áætlun,” segir Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Stefán segir að nú sé búið að auglýsa 30 nýjar atvinnulóðir til úthlutunar við Vallarás efst í Borgarnesi og þá séu líka nýjar íbúðalóðir tilbúnar til úthlutunar á Hvanneyri. „Verkefnin verða ærin og ég segi það alveg við mitt fólk, ég veit að það er nóg að gera hjá öllum en það verður ekkert minna að gera á þessu ári.” Stefán segir að verktakar séu með fjölbreytt verkefni víða í sveitarfélaginu hvað varðar allskonar uppbyggingu en stærstu verkefnin séu þó í Borgarnesi þar sem er verið að byggja fullt af nýjum íbúðum í nokkrum fjölbýlishúsum neðst í bæjarfélaginu rétt hjá Brákarey. Margar nýjar íbúðir eru í byggingu í fjölbýlishúsum í Borgarnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við getum tekið á móti íbúum nánast hvernig sem þeir kjósa að búa. Við erum hér með þéttbýli og hér getur verið svolítill kaffihúsabragur og þéttbýlisbragur hér í Borgarnesi. Svo erum við bara með mjög víðfeðmt sveitarfélag. Hér erum við með sveitasamfélag og hér erum við líka með íbúðabyggð í dreifbýli, þannig að ég held að við séum mjög fjölbreytt. Borgarbyggð er tæplega fimm prósent af landinu,” segir Stefán. Og hann er ánægður með fjölgun íbúa Borgarbyggðar. „Það er engin offjölgun hér, það er alls ekki þannig og enn aftur, það er ekki markmið að sjálfum sér að fjölga en ég held að það sé alveg tækifæri til þess og ef fólk vill búa á svæði eins og hér þá tökum við að sjálfsögðu fagnandi á móti þeim.” Borgarbyggð er tæplega 5% af Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Byggingariðnaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
„Við erum að koma út úr heilmiklu framkvæmdatímabili í samfélaginu öllu. Við höfum aðeins reynt að halda aftur af okkur í sveitarfélaginu en það er margt á könnunni hjá okkur, það er margt á áætlun,” segir Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Stefán segir að nú sé búið að auglýsa 30 nýjar atvinnulóðir til úthlutunar við Vallarás efst í Borgarnesi og þá séu líka nýjar íbúðalóðir tilbúnar til úthlutunar á Hvanneyri. „Verkefnin verða ærin og ég segi það alveg við mitt fólk, ég veit að það er nóg að gera hjá öllum en það verður ekkert minna að gera á þessu ári.” Stefán segir að verktakar séu með fjölbreytt verkefni víða í sveitarfélaginu hvað varðar allskonar uppbyggingu en stærstu verkefnin séu þó í Borgarnesi þar sem er verið að byggja fullt af nýjum íbúðum í nokkrum fjölbýlishúsum neðst í bæjarfélaginu rétt hjá Brákarey. Margar nýjar íbúðir eru í byggingu í fjölbýlishúsum í Borgarnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við getum tekið á móti íbúum nánast hvernig sem þeir kjósa að búa. Við erum hér með þéttbýli og hér getur verið svolítill kaffihúsabragur og þéttbýlisbragur hér í Borgarnesi. Svo erum við bara með mjög víðfeðmt sveitarfélag. Hér erum við með sveitasamfélag og hér erum við líka með íbúðabyggð í dreifbýli, þannig að ég held að við séum mjög fjölbreytt. Borgarbyggð er tæplega fimm prósent af landinu,” segir Stefán. Og hann er ánægður með fjölgun íbúa Borgarbyggðar. „Það er engin offjölgun hér, það er alls ekki þannig og enn aftur, það er ekki markmið að sjálfum sér að fjölga en ég held að það sé alveg tækifæri til þess og ef fólk vill búa á svæði eins og hér þá tökum við að sjálfsögðu fagnandi á móti þeim.” Borgarbyggð er tæplega 5% af Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Byggingariðnaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira