Innlent

Grímuskyldan felld niður

Árni Sæberg skrifar
Grímuskylda er ekki lengur á Landspítalanum.
Grímuskylda er ekki lengur á Landspítalanum. Vísir/Arnar

Farsóttanefnd Landspítala hefur lagt til við forstjóra spítalans að breyta grímuskyldu sem sett var á 4. janúar síðastliðinn í valkvæða grímunotkun.

Í tilkynningu þess efnis á vef spítalans segir að með því sé átt við að ráðlagt er að starfsfólk og heimsóknargestir noti grímur í samskiptum ef þeir hafa einkenni um öndunarfærasýkingu eða eru að jafna sig eftir veikindi.

Ávallt sé hvatt til grundvallarsmitgátar, handhreinsun sé ódýrasta og virkasta forvörnin gegn sýkingum. Grímunotkun sé einnig áhrifarík vörn þegar einkenni eru til staðar. Áfram sé minnt á að fólk komi ekki veikt til vinnu og að gestir komi ekki í heimsókn veikir eða ef veikindi eru á heimilinu.

Á gröfunum hér að neðan má sjá hvernig þróun innlagna og greininga öndunarfæraveira hefur verið undanfarið. Í tilkynningu segir að ákvörðunin, sem taki þegar gildi, sé tekin á grundvelli þessarar þróunar.

Landspítalinn

Landspítalinn

Tengdar fréttir

Grímuskylda á Landspítala á ný

Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×