Gengur vel að aðstoða fólk með fíknisjúkdóm í apótekinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. janúar 2024 13:40 Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi Reykjanesapóteks, vill að skaðaminnkandi þjónusta verði tekin upp á landsvísu. Víkurfréttir Tugir hafa nýtt sér skaðaminnkandi þjónustu í Reykjanesapóteki þar sem fólki er bæði hjálpað við að draga úr neyslu og veitt aðstoð í viðhaldsmeðferð. Lyfjafræðingur segir fyrirkomulagið hafa gefið góða raun og vill að það verði tekið upp á landsvísu. Fyrir tæpum tveimur árum veitti heilbrigðisráðuneytið Reykjanesapóteki styrk til að ráðast í tilraunaverkefni sem nefnist Lyfjastoð og miðar að því að auka öryggi lyfjameðferðar og bæta meðferðarheldni sjúklinga. Þjónustan er að norskri fyrirmynd en Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi apóteksins, bjó og starfaði í Noregi um árabil. Í þjónustunni felst að fólk getur fengið leiðbeiningar um inntöku á áhættulyfjum og þá einnig um niðurtröppun ávanabindandi lyfja líkt og ópíóíða. „Stundum er það þannig að einstaklingur kemur inn og hefur áhyggjur af því að vera taka of mikið af verkjalyfjum og óskar þess innilega að vera að taka minna. Hann biður okkur þá um að gera tillögu að niðurtröppunarskema sem við gerum í samvinnu við lækni og gerum þá samkomulag sem fólk fer eftir og kemur síðan daglega og fær skammtinn sinn,“ segir Sigríður. „Við reiknum með að fólk hætti á lyfjunum en það er allt í lagi að trappa sig hægt niður og ná einhverjum viðhaldsskammti ef það hentar betur. Þannig við þurfum að vera opin fyrir því.“ Lyfjastoð er persónuleg viðtalsþjónusta sem fer fram í Reykjanesapóteki. Þar geta viðskiptavinir fengið aðstoð vegna ýmissa lyfja og einnig í sambandi við fíkni- og ávanalyf.vísir/Egill Tugir hafa nýtt sér úrræðið og Sigríður vill sjá fyrirkomulagið á landsvísu. „Það er of mikið álag á til dæmis Vog og meðferðarstofanir í dag. Fjöldinn sem þarf aðstoð er miklu meiri en þjónustan býður upp á og við þurfum að koma þessu í gang með fagfólki og teymisvinu. Við verðum að hjálpast að og horfa á sjúklingana með virðingu,“ segir Sigríður. Hún bendir á að öll apótek séu með viðtalsherbergi þar sem hægt sé að taka inn lyf óski fólk þess. Þjónustuna þurfi að veita í samstarfi við teymi sérfræðinga; lækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og sálfræðinga. „Og svo þarf að vera húsnæðisúrræði fyrir einstaklingana og þannig er það gert í Noregi. Ég myndi vilja sjá að við lítum til reynslu þeirra og það ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu.“ Sigríður mun fjalla um úrræðið á fræðslufundi lyfjafræðinga um skaðaminnkandi meðferð í kvöld. Ljóst er að áhuginn á málefninu er mikill en uppselt er á viðburðinn þar sem fjallað verður um úrræði og úrræðaleysi í viðhaldsmeðferð. Talsverð umræða hefur verið um ávísanir á sterkum verkjalyfjum en læknirinn Árni Tómas Ragnarsson sem hefur talað opinskátt um ávísanir til fólks með fíknisjúkdóm var nýverið sviptur réttinum til að ávísa lyfjum. Sigríður segir verkefnið í Reykjanesapóteki hafa verið unnið í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en að fólk sem hafi fengið ávísuð lyf hjá öðrum læknum hafi einnig leitað til þeirra. „Það er nú aðalatriðið að við grípum fólkið okkar. Einstaklingarnir eru sjúklingar og við þurfum að huga að réttindum þeirra og meðhöndla sjúkdóminn,“ segir Sigríður Pálína. Fíkn Lyf Reykjanesbær Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fyrir tæpum tveimur árum veitti heilbrigðisráðuneytið Reykjanesapóteki styrk til að ráðast í tilraunaverkefni sem nefnist Lyfjastoð og miðar að því að auka öryggi lyfjameðferðar og bæta meðferðarheldni sjúklinga. Þjónustan er að norskri fyrirmynd en Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi apóteksins, bjó og starfaði í Noregi um árabil. Í þjónustunni felst að fólk getur fengið leiðbeiningar um inntöku á áhættulyfjum og þá einnig um niðurtröppun ávanabindandi lyfja líkt og ópíóíða. „Stundum er það þannig að einstaklingur kemur inn og hefur áhyggjur af því að vera taka of mikið af verkjalyfjum og óskar þess innilega að vera að taka minna. Hann biður okkur þá um að gera tillögu að niðurtröppunarskema sem við gerum í samvinnu við lækni og gerum þá samkomulag sem fólk fer eftir og kemur síðan daglega og fær skammtinn sinn,“ segir Sigríður. „Við reiknum með að fólk hætti á lyfjunum en það er allt í lagi að trappa sig hægt niður og ná einhverjum viðhaldsskammti ef það hentar betur. Þannig við þurfum að vera opin fyrir því.“ Lyfjastoð er persónuleg viðtalsþjónusta sem fer fram í Reykjanesapóteki. Þar geta viðskiptavinir fengið aðstoð vegna ýmissa lyfja og einnig í sambandi við fíkni- og ávanalyf.vísir/Egill Tugir hafa nýtt sér úrræðið og Sigríður vill sjá fyrirkomulagið á landsvísu. „Það er of mikið álag á til dæmis Vog og meðferðarstofanir í dag. Fjöldinn sem þarf aðstoð er miklu meiri en þjónustan býður upp á og við þurfum að koma þessu í gang með fagfólki og teymisvinu. Við verðum að hjálpast að og horfa á sjúklingana með virðingu,“ segir Sigríður. Hún bendir á að öll apótek séu með viðtalsherbergi þar sem hægt sé að taka inn lyf óski fólk þess. Þjónustuna þurfi að veita í samstarfi við teymi sérfræðinga; lækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og sálfræðinga. „Og svo þarf að vera húsnæðisúrræði fyrir einstaklingana og þannig er það gert í Noregi. Ég myndi vilja sjá að við lítum til reynslu þeirra og það ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu.“ Sigríður mun fjalla um úrræðið á fræðslufundi lyfjafræðinga um skaðaminnkandi meðferð í kvöld. Ljóst er að áhuginn á málefninu er mikill en uppselt er á viðburðinn þar sem fjallað verður um úrræði og úrræðaleysi í viðhaldsmeðferð. Talsverð umræða hefur verið um ávísanir á sterkum verkjalyfjum en læknirinn Árni Tómas Ragnarsson sem hefur talað opinskátt um ávísanir til fólks með fíknisjúkdóm var nýverið sviptur réttinum til að ávísa lyfjum. Sigríður segir verkefnið í Reykjanesapóteki hafa verið unnið í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en að fólk sem hafi fengið ávísuð lyf hjá öðrum læknum hafi einnig leitað til þeirra. „Það er nú aðalatriðið að við grípum fólkið okkar. Einstaklingarnir eru sjúklingar og við þurfum að huga að réttindum þeirra og meðhöndla sjúkdóminn,“ segir Sigríður Pálína.
Fíkn Lyf Reykjanesbær Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira