Innlent

Tóku hurðina af hjörunum og rændu sjóðs­vél

Lovísa Arnardóttir skrifar
Lögreglan sinnti fjölbreyttum verkefnum í gær og í nótt.
Lögreglan sinnti fjölbreyttum verkefnum í gær og í nótt. Vísir/Vilhelm

Nóttin virðist hafa verið róleg af dagbók lögreglunnar að dæma. Þó var tilkynnt um líkamsárás í Mosfellsbæ en lögreglan fór á vettvang til að ræða við aðila máls samkvæmt dagbókinni.

Lögreglan sinnti þó einnig öðrum verkefnum því í dagbókinni kemur fram að tilkynnt um aðila sem reyndi að gera tilraun til að komast inn á heimili í hverfi 105. Hann braut rúðu í útidyrahurð en var farinn af vettvangi þegar lögregla kom á vettvang. Þá var tilkynnt um bílveltu í hverfi 104

Í dagbók lögreglu kemur fram að hvorki ökumaður né farþegar hafi slasast en að bíllinn sé mikið skemmdur. Einnig urðu skemmdir á ljósastaur. Ökumaður á von á að vera kærður fyrir aka of hratt miðað við aðstæður.

Þá var einnig tilkynnt um innbrot í fyrirtæki þar sem hurð var tekin af hjörunum. Tekin var sjóðsvél og önnur verðmæti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×