Innlent

Bílvelta og á­rekstrar

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan hafði í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt.
Lögreglan hafði í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Nokkuð var um að bílslys á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Í einu tilviki lentu tveir bílar í slysi í Hlíðunum og alt annar þeirra. Báðir bílarnir voru óökufærir og voru ökumaður og farþegar þess sem valt fluttir á Bráðamóttöku.

Bíl var einnig ekið á ljósastaur í Breiðholti og öðrum var ekið á umferðarskilti í Hafnarfirði. Þá var einum bíl ekið út af á Álftanesi en sá skemmdist lítið og gat fólkið í honum haldið ferð sinni áfram eftir að lögregluþjónar ræddu við þau.

Lögreglunni barst tilkynning um rán í Hafnarfirði í gær. Samkvæmt dagbók lögreglu hafði þar verið ráðist á ungan einstakling og tekinn af honum fatnaður og önnur verðmæti. Þar að auki bárust tvær tilkynningar um hópa unglinga sem brutu rúður í sitthvoru biðskýli strætó.

Einnig barst í nótt tilkynning um innbrot í skóla í Kópavogi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×