Hettuklæddur vandali skemmdi Teslu Gríms yfirlögregluþjóns Jakob Bjarnar skrifar 19. janúar 2024 14:41 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir við Vísi að um sinn bíl sé að ræða. vísir/vilhelm/samsett „Alls ekki góð þróun,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðarsaksóknari spurður um hvort ekki megi heita óhugnanlegt að ráðist sé að nafngreindum einstaklingum innan lögreglunnar. Héraðssaksóknari auglýsir eftir manni sem framdi skemmdarverk á bíl lögreglumanns þann 20. desember vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Ekkert venjulegt skemmdarverk Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að um sinn bíl sé að ræða en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem það er til rannsóknar hjá öðru embætti en sínu. Ekki um skemmdirnar né hvort hann gruni einhvern, sem vel kann að vera. Hettuklæddi maðurinn hylur andlit sitt og veifar spreybrúsanum. Ljóst er að um afar óheillavænlega þróun er að ræða þegar glæpamenn eru farnir að veitast að nafngreindum lögreglumönnum. Um er að ræða Teslu-bifreið og svo virðist sem hettuklæddur maðurinn hafi gert atlögu að heimili Gríms. Ekki er annað að ráða af myndunum sem náðust á öryggismyndavél bílsins en þar sést hleðslustöðin og maðurinn með voldugan spreybrúsa í höndum. „Það blasir við að ekki er litið á þetta sem venjulegt skemmdarverk,“ sagði Grímur sem telur sig í afar óþægilegri stöðu við að tjá sig um málið, eins og áður segir. Ekki góð þróun Friðrik Smári Björgvinsson varasaksóknari vildi heldur ekki gefa nánari upplýsingar um rannsóknina en sagði þetta í annað sinn sem embættið auglýsir eftir manninum. Þeir óttuðust vegna óheppilegrar tímasetningarinnar að sú auglýsing hafi farið milli skips og bryggju. „Þetta er hluti rannsóknarinnar, að athuga hvort einhver kannast við þennan mann,“ segir Friðrik Smári. Það veldur vissum óhugnaði þegar verk af þessu tagi beinast gegn tilteknum einstaklingi innan lögreglunnar. Friðrik tekur undir það. „Þetta er alls ekki góð þróun og mikið til vinnandi að upplýsa um þetta.“ Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Héraðssaksóknari leitar að manni Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar og varðar skemmdarverk á bifreið lögreglumanns þann 20. desember 2023. 19. janúar 2024 13:08 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Héraðssaksóknari auglýsir eftir manni sem framdi skemmdarverk á bíl lögreglumanns þann 20. desember vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Ekkert venjulegt skemmdarverk Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að um sinn bíl sé að ræða en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem það er til rannsóknar hjá öðru embætti en sínu. Ekki um skemmdirnar né hvort hann gruni einhvern, sem vel kann að vera. Hettuklæddi maðurinn hylur andlit sitt og veifar spreybrúsanum. Ljóst er að um afar óheillavænlega þróun er að ræða þegar glæpamenn eru farnir að veitast að nafngreindum lögreglumönnum. Um er að ræða Teslu-bifreið og svo virðist sem hettuklæddur maðurinn hafi gert atlögu að heimili Gríms. Ekki er annað að ráða af myndunum sem náðust á öryggismyndavél bílsins en þar sést hleðslustöðin og maðurinn með voldugan spreybrúsa í höndum. „Það blasir við að ekki er litið á þetta sem venjulegt skemmdarverk,“ sagði Grímur sem telur sig í afar óþægilegri stöðu við að tjá sig um málið, eins og áður segir. Ekki góð þróun Friðrik Smári Björgvinsson varasaksóknari vildi heldur ekki gefa nánari upplýsingar um rannsóknina en sagði þetta í annað sinn sem embættið auglýsir eftir manninum. Þeir óttuðust vegna óheppilegrar tímasetningarinnar að sú auglýsing hafi farið milli skips og bryggju. „Þetta er hluti rannsóknarinnar, að athuga hvort einhver kannast við þennan mann,“ segir Friðrik Smári. Það veldur vissum óhugnaði þegar verk af þessu tagi beinast gegn tilteknum einstaklingi innan lögreglunnar. Friðrik tekur undir það. „Þetta er alls ekki góð þróun og mikið til vinnandi að upplýsa um þetta.“
Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Héraðssaksóknari leitar að manni Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar og varðar skemmdarverk á bifreið lögreglumanns þann 20. desember 2023. 19. janúar 2024 13:08 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Héraðssaksóknari leitar að manni Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar og varðar skemmdarverk á bifreið lögreglumanns þann 20. desember 2023. 19. janúar 2024 13:08
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent