Dagbjört hafnar því að hafa orðið manninum að bana Jón Þór Stefánsson skrifar 19. janúar 2024 13:39 Arnar Kormákur Friðriksson, verjandi Dagbjartar, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Jón Þór Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir, sem er ákærð fyrir að bana tæplega sextugum karlmanni á heimili sínu í Bátavogi í Reykjavík í september í fyrra, neitar sök í málinu. Þetta tilkynnti hún í gegnum fjarfundabúnað við þingsetningu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp, en hún greindi frá afstöðu sinni til sakarefnanna þaðan. „Ég hafna þessu. Ég neita sök,“ sagði Dagbjört. Arnar Kormákur Friðriksson, verjandi hennar, sagði að Dagbjört hefði ekki áhuga á að framkvæmt yrði geðmat á sér sem yrði notað til að meta sakhæfi hennar. Búið væri að gera eitt slíkt mat og taldi hún ekki að breytt niðurstaða myndi koma úr nýju mati. Kolbrún Benediktssdóttir varahéraðssaksóknari vísaði til gagna málsins og sagði þau ekki benda til þess að Dagbjört hefði verið með ranghugmyndir þegar atburðir málsins áttu sér stað. Hins vegar væri tilefni til að skoða sakhæfi hennar betur. Til að mynda var vísað til þess að Dagbjört hafi talað um að hinn látni hafi eignað sér byssu sem var notuð við morðið á Olaf Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem var myrtur árið 1986. Það benti til einhvers konar ranghugmynda. Málið verður næst tekið fyrir mánudaginn 29. janúar. Dabjörtu er gefið að sök að hafa laugardaginn 23. september manninum að bana og beita hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andlátsins. Það ofbeldi á að hafa staðið yfir í tvo daga. Áður hefur komið fram að Dagbjört hafi sagst lítið muna eftir atburðunum, en hún muni þó eftir átökum milli sín og mannsins. Hún hefur viljað meina að maðurinn hafi verið með sjálfsskaðahugmyndir, og látið illa á heimilinu og haft í hótunum við hana Óhugnanlegar lýsingar Dagbjört, sem er á 43 aldursári, er sögð hafa sparkað í manninn, beitt þrýstingi á andlit hans, klof, bol, handleggi og fótleggi. Þá á hún að hafa tekið manninn föstu hálstaki og snúið upp á fingur hans. Í ákæru segir að áverkar mannsins hafi verið margvíslegir um allan líkama, og að hann hafi látist vegna þeirra. Tveir aðstandendur mannsins krefja Dagbjörtu hvort sig um átta milljónir króna í miskabætur. Við þingfestingu málsins í dag hafnaði Dagbjört einnig því að hún bæri bótaskyldu. Meðal gagna í málinu eru myndbönd og hljóðupptökur frá 22. og 23. september, tekin á síma hins látna og Dagbjartar. Myndefnið er sagt vera um tvær og hálf klukkustund að lengd. „Á myndböndunum má sjá og heyra kærðu valda brotaþola ítrekuðum líkamsmeiðingum,“ segir í úrskurðinum. Þá hefur komið fram að nágrannar Dagbjartar hafi heyrt læti og öskur úr húsinu dagana á undan. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Áfram í gæsluvarðhaldi: Kryfja smáhund sem fannst í frysti Kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið karlmanni að bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík, mun sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Rannsókn lögreglu krefst þess að smáhundur sem fannst dauður í frysti á vettvangi verði krufinn. 17. nóvember 2023 12:16 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Þetta tilkynnti hún í gegnum fjarfundabúnað við þingsetningu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp, en hún greindi frá afstöðu sinni til sakarefnanna þaðan. „Ég hafna þessu. Ég neita sök,“ sagði Dagbjört. Arnar Kormákur Friðriksson, verjandi hennar, sagði að Dagbjört hefði ekki áhuga á að framkvæmt yrði geðmat á sér sem yrði notað til að meta sakhæfi hennar. Búið væri að gera eitt slíkt mat og taldi hún ekki að breytt niðurstaða myndi koma úr nýju mati. Kolbrún Benediktssdóttir varahéraðssaksóknari vísaði til gagna málsins og sagði þau ekki benda til þess að Dagbjört hefði verið með ranghugmyndir þegar atburðir málsins áttu sér stað. Hins vegar væri tilefni til að skoða sakhæfi hennar betur. Til að mynda var vísað til þess að Dagbjört hafi talað um að hinn látni hafi eignað sér byssu sem var notuð við morðið á Olaf Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem var myrtur árið 1986. Það benti til einhvers konar ranghugmynda. Málið verður næst tekið fyrir mánudaginn 29. janúar. Dabjörtu er gefið að sök að hafa laugardaginn 23. september manninum að bana og beita hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andlátsins. Það ofbeldi á að hafa staðið yfir í tvo daga. Áður hefur komið fram að Dagbjört hafi sagst lítið muna eftir atburðunum, en hún muni þó eftir átökum milli sín og mannsins. Hún hefur viljað meina að maðurinn hafi verið með sjálfsskaðahugmyndir, og látið illa á heimilinu og haft í hótunum við hana Óhugnanlegar lýsingar Dagbjört, sem er á 43 aldursári, er sögð hafa sparkað í manninn, beitt þrýstingi á andlit hans, klof, bol, handleggi og fótleggi. Þá á hún að hafa tekið manninn föstu hálstaki og snúið upp á fingur hans. Í ákæru segir að áverkar mannsins hafi verið margvíslegir um allan líkama, og að hann hafi látist vegna þeirra. Tveir aðstandendur mannsins krefja Dagbjörtu hvort sig um átta milljónir króna í miskabætur. Við þingfestingu málsins í dag hafnaði Dagbjört einnig því að hún bæri bótaskyldu. Meðal gagna í málinu eru myndbönd og hljóðupptökur frá 22. og 23. september, tekin á síma hins látna og Dagbjartar. Myndefnið er sagt vera um tvær og hálf klukkustund að lengd. „Á myndböndunum má sjá og heyra kærðu valda brotaþola ítrekuðum líkamsmeiðingum,“ segir í úrskurðinum. Þá hefur komið fram að nágrannar Dagbjartar hafi heyrt læti og öskur úr húsinu dagana á undan.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Áfram í gæsluvarðhaldi: Kryfja smáhund sem fannst í frysti Kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið karlmanni að bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík, mun sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Rannsókn lögreglu krefst þess að smáhundur sem fannst dauður í frysti á vettvangi verði krufinn. 17. nóvember 2023 12:16 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Áfram í gæsluvarðhaldi: Kryfja smáhund sem fannst í frysti Kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið karlmanni að bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík, mun sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Rannsókn lögreglu krefst þess að smáhundur sem fannst dauður í frysti á vettvangi verði krufinn. 17. nóvember 2023 12:16