Dagbjört hafnar því að hafa orðið manninum að bana Jón Þór Stefánsson skrifar 19. janúar 2024 13:39 Arnar Kormákur Friðriksson, verjandi Dagbjartar, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Jón Þór Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir, sem er ákærð fyrir að bana tæplega sextugum karlmanni á heimili sínu í Bátavogi í Reykjavík í september í fyrra, neitar sök í málinu. Þetta tilkynnti hún í gegnum fjarfundabúnað við þingsetningu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp, en hún greindi frá afstöðu sinni til sakarefnanna þaðan. „Ég hafna þessu. Ég neita sök,“ sagði Dagbjört. Arnar Kormákur Friðriksson, verjandi hennar, sagði að Dagbjört hefði ekki áhuga á að framkvæmt yrði geðmat á sér sem yrði notað til að meta sakhæfi hennar. Búið væri að gera eitt slíkt mat og taldi hún ekki að breytt niðurstaða myndi koma úr nýju mati. Kolbrún Benediktssdóttir varahéraðssaksóknari vísaði til gagna málsins og sagði þau ekki benda til þess að Dagbjört hefði verið með ranghugmyndir þegar atburðir málsins áttu sér stað. Hins vegar væri tilefni til að skoða sakhæfi hennar betur. Til að mynda var vísað til þess að Dagbjört hafi talað um að hinn látni hafi eignað sér byssu sem var notuð við morðið á Olaf Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem var myrtur árið 1986. Það benti til einhvers konar ranghugmynda. Málið verður næst tekið fyrir mánudaginn 29. janúar. Dabjörtu er gefið að sök að hafa laugardaginn 23. september manninum að bana og beita hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andlátsins. Það ofbeldi á að hafa staðið yfir í tvo daga. Áður hefur komið fram að Dagbjört hafi sagst lítið muna eftir atburðunum, en hún muni þó eftir átökum milli sín og mannsins. Hún hefur viljað meina að maðurinn hafi verið með sjálfsskaðahugmyndir, og látið illa á heimilinu og haft í hótunum við hana Óhugnanlegar lýsingar Dagbjört, sem er á 43 aldursári, er sögð hafa sparkað í manninn, beitt þrýstingi á andlit hans, klof, bol, handleggi og fótleggi. Þá á hún að hafa tekið manninn föstu hálstaki og snúið upp á fingur hans. Í ákæru segir að áverkar mannsins hafi verið margvíslegir um allan líkama, og að hann hafi látist vegna þeirra. Tveir aðstandendur mannsins krefja Dagbjörtu hvort sig um átta milljónir króna í miskabætur. Við þingfestingu málsins í dag hafnaði Dagbjört einnig því að hún bæri bótaskyldu. Meðal gagna í málinu eru myndbönd og hljóðupptökur frá 22. og 23. september, tekin á síma hins látna og Dagbjartar. Myndefnið er sagt vera um tvær og hálf klukkustund að lengd. „Á myndböndunum má sjá og heyra kærðu valda brotaþola ítrekuðum líkamsmeiðingum,“ segir í úrskurðinum. Þá hefur komið fram að nágrannar Dagbjartar hafi heyrt læti og öskur úr húsinu dagana á undan. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Áfram í gæsluvarðhaldi: Kryfja smáhund sem fannst í frysti Kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið karlmanni að bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík, mun sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Rannsókn lögreglu krefst þess að smáhundur sem fannst dauður í frysti á vettvangi verði krufinn. 17. nóvember 2023 12:16 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Þetta tilkynnti hún í gegnum fjarfundabúnað við þingsetningu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp, en hún greindi frá afstöðu sinni til sakarefnanna þaðan. „Ég hafna þessu. Ég neita sök,“ sagði Dagbjört. Arnar Kormákur Friðriksson, verjandi hennar, sagði að Dagbjört hefði ekki áhuga á að framkvæmt yrði geðmat á sér sem yrði notað til að meta sakhæfi hennar. Búið væri að gera eitt slíkt mat og taldi hún ekki að breytt niðurstaða myndi koma úr nýju mati. Kolbrún Benediktssdóttir varahéraðssaksóknari vísaði til gagna málsins og sagði þau ekki benda til þess að Dagbjört hefði verið með ranghugmyndir þegar atburðir málsins áttu sér stað. Hins vegar væri tilefni til að skoða sakhæfi hennar betur. Til að mynda var vísað til þess að Dagbjört hafi talað um að hinn látni hafi eignað sér byssu sem var notuð við morðið á Olaf Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem var myrtur árið 1986. Það benti til einhvers konar ranghugmynda. Málið verður næst tekið fyrir mánudaginn 29. janúar. Dabjörtu er gefið að sök að hafa laugardaginn 23. september manninum að bana og beita hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andlátsins. Það ofbeldi á að hafa staðið yfir í tvo daga. Áður hefur komið fram að Dagbjört hafi sagst lítið muna eftir atburðunum, en hún muni þó eftir átökum milli sín og mannsins. Hún hefur viljað meina að maðurinn hafi verið með sjálfsskaðahugmyndir, og látið illa á heimilinu og haft í hótunum við hana Óhugnanlegar lýsingar Dagbjört, sem er á 43 aldursári, er sögð hafa sparkað í manninn, beitt þrýstingi á andlit hans, klof, bol, handleggi og fótleggi. Þá á hún að hafa tekið manninn föstu hálstaki og snúið upp á fingur hans. Í ákæru segir að áverkar mannsins hafi verið margvíslegir um allan líkama, og að hann hafi látist vegna þeirra. Tveir aðstandendur mannsins krefja Dagbjörtu hvort sig um átta milljónir króna í miskabætur. Við þingfestingu málsins í dag hafnaði Dagbjört einnig því að hún bæri bótaskyldu. Meðal gagna í málinu eru myndbönd og hljóðupptökur frá 22. og 23. september, tekin á síma hins látna og Dagbjartar. Myndefnið er sagt vera um tvær og hálf klukkustund að lengd. „Á myndböndunum má sjá og heyra kærðu valda brotaþola ítrekuðum líkamsmeiðingum,“ segir í úrskurðinum. Þá hefur komið fram að nágrannar Dagbjartar hafi heyrt læti og öskur úr húsinu dagana á undan.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Áfram í gæsluvarðhaldi: Kryfja smáhund sem fannst í frysti Kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið karlmanni að bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík, mun sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Rannsókn lögreglu krefst þess að smáhundur sem fannst dauður í frysti á vettvangi verði krufinn. 17. nóvember 2023 12:16 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Áfram í gæsluvarðhaldi: Kryfja smáhund sem fannst í frysti Kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið karlmanni að bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík, mun sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Rannsókn lögreglu krefst þess að smáhundur sem fannst dauður í frysti á vettvangi verði krufinn. 17. nóvember 2023 12:16
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent