„Þar sem óttaslegin dómharkan ríkir“ Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2024 15:49 Meðan Drífa vill vara við verkinu og hvetur fólk til sniðgögnu halda Runólfur og Steinunn Ólína vart vatni og telja Lúnu stórbrotna sýningu. vísir/grafík Runólfur Ágústsson athafnaskáld skrifar sérstaka færslu á Facebook þar sem hann lýsir yfir fullum stuðningi við Tyrfing Tyrfingsson leikskáld og uppfærslu á verki hans Lúnu. „Þetta er eitthvert sterkasta og áhrifamesta leikverk sem ég hef séð í mörg ár,“ skrifar Runólfur á Facebook-síðu sína. En verkið verður frumsýnt 19. janúar, eftir tvo daga, þannig að Runólfur hefur séð rennsli. Allnokkur umræða hefur orðið um uppfærsluna sem hefur verið til æfinga; leikrit Tyrfings sem upphaflega hét Kvöldstund með Heiðari snyrti. Tyrfingur tók sig hins vegar til og breytti titli verksins. Sér í lagi hefur Drífa Snædal talskona Stígamóta látið sýningu verksins til sín taka en hún fullyrðir að með uppsetningunni sé ekki verið að virða „óskir brotaþola [Heiðars] eða alvarleika afleiðinga á þolendur“ heldur hafi Borgarleikhúsið ákveðið að setja kynferðisbrotamann í kastljósið „af því að listin má allt – líka viðhalda þjáningum brotaþola kynferðisofbeldis.“ Runólfur er ósammála þessu og segir það hörmulegt ef verkið „yrði fórnarlamb þöggunar og ritskoðunar. Lifi listin, lifi ástin og lifi fegurðin!“ segir Runólfur og bætir við: „Síðan er Hilmir Snær Guðnason stórkostlegur í hlutverki Heiðars snyrtis. Takk Borgarleikhús!“ Runólfur deilir færslu Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu sem greinir frá því að hún hafi séð æfingu á verkinu og orðið djúpt snortin. „Vá, hvað hann Tyrfingur er vogað og magnað leikskáld, það er ekki hægt annað en að elska hann því honum þykir svo vænt um manneskjurnar, okkur sem erum svo breysk, gölluð og smá.“ Steinunn segir sýninguna brilliant og góðan þjóðarspegil. „Hreinskilið verk sem fjallar um fegurðina og ástina sem er það allra verðmætasta og hvað það er sárt að lifa í þessu óblíða landi þar sem óttaslegin dómharkan ríkir, aftengdur, utangátta og einn.“ Leikhús Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Til þeirra sem eiga miða á Lúnu í Borgarleikhúsinu Í ágúst hóf Borgarleikhúsið að auglýsa leiksýningu undir heitinu „Kvöldstund með Heiðari snyrti“. Leikverkið er eftir Tyrfing Tyrfingsson og um mitt síðasta ár lýsir hann því í fjölmiðlum að verkið sé unnið í samstarfi við Heiðar sjálfan enda löng vinátta þeirra á milli og Heiðar sé áhugaverður maður. 16. janúar 2024 10:30 Leikhúsið lúffaði og breytti um titil Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld hefur fallist á að breyta titli verks síns. Það átti að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti en heitir nú Lúna. 28. desember 2023 16:35 Með hreina samvisku gagnvart Kvöldstund með Heiðari snyrti Talskona Stígamóta segir út í hött af Borgarleikhússtjóra að halda því fram að leikverkið Kvöldstund með Heiðari snyrti fjalli ekki um „manneskjuna Heiðar“. Höfundur verksins á fund með Stígamótum í næstu viku til að ræða neikvæð áhrif þess á brotaþola. Hann segist með hreina samvisku varðandi verkið en þykir miður að særa brotaþola. 2. nóvember 2023 06:01 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Sjá meira
„Þetta er eitthvert sterkasta og áhrifamesta leikverk sem ég hef séð í mörg ár,“ skrifar Runólfur á Facebook-síðu sína. En verkið verður frumsýnt 19. janúar, eftir tvo daga, þannig að Runólfur hefur séð rennsli. Allnokkur umræða hefur orðið um uppfærsluna sem hefur verið til æfinga; leikrit Tyrfings sem upphaflega hét Kvöldstund með Heiðari snyrti. Tyrfingur tók sig hins vegar til og breytti titli verksins. Sér í lagi hefur Drífa Snædal talskona Stígamóta látið sýningu verksins til sín taka en hún fullyrðir að með uppsetningunni sé ekki verið að virða „óskir brotaþola [Heiðars] eða alvarleika afleiðinga á þolendur“ heldur hafi Borgarleikhúsið ákveðið að setja kynferðisbrotamann í kastljósið „af því að listin má allt – líka viðhalda þjáningum brotaþola kynferðisofbeldis.“ Runólfur er ósammála þessu og segir það hörmulegt ef verkið „yrði fórnarlamb þöggunar og ritskoðunar. Lifi listin, lifi ástin og lifi fegurðin!“ segir Runólfur og bætir við: „Síðan er Hilmir Snær Guðnason stórkostlegur í hlutverki Heiðars snyrtis. Takk Borgarleikhús!“ Runólfur deilir færslu Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu sem greinir frá því að hún hafi séð æfingu á verkinu og orðið djúpt snortin. „Vá, hvað hann Tyrfingur er vogað og magnað leikskáld, það er ekki hægt annað en að elska hann því honum þykir svo vænt um manneskjurnar, okkur sem erum svo breysk, gölluð og smá.“ Steinunn segir sýninguna brilliant og góðan þjóðarspegil. „Hreinskilið verk sem fjallar um fegurðina og ástina sem er það allra verðmætasta og hvað það er sárt að lifa í þessu óblíða landi þar sem óttaslegin dómharkan ríkir, aftengdur, utangátta og einn.“
Leikhús Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Til þeirra sem eiga miða á Lúnu í Borgarleikhúsinu Í ágúst hóf Borgarleikhúsið að auglýsa leiksýningu undir heitinu „Kvöldstund með Heiðari snyrti“. Leikverkið er eftir Tyrfing Tyrfingsson og um mitt síðasta ár lýsir hann því í fjölmiðlum að verkið sé unnið í samstarfi við Heiðar sjálfan enda löng vinátta þeirra á milli og Heiðar sé áhugaverður maður. 16. janúar 2024 10:30 Leikhúsið lúffaði og breytti um titil Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld hefur fallist á að breyta titli verks síns. Það átti að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti en heitir nú Lúna. 28. desember 2023 16:35 Með hreina samvisku gagnvart Kvöldstund með Heiðari snyrti Talskona Stígamóta segir út í hött af Borgarleikhússtjóra að halda því fram að leikverkið Kvöldstund með Heiðari snyrti fjalli ekki um „manneskjuna Heiðar“. Höfundur verksins á fund með Stígamótum í næstu viku til að ræða neikvæð áhrif þess á brotaþola. Hann segist með hreina samvisku varðandi verkið en þykir miður að særa brotaþola. 2. nóvember 2023 06:01 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Sjá meira
Til þeirra sem eiga miða á Lúnu í Borgarleikhúsinu Í ágúst hóf Borgarleikhúsið að auglýsa leiksýningu undir heitinu „Kvöldstund með Heiðari snyrti“. Leikverkið er eftir Tyrfing Tyrfingsson og um mitt síðasta ár lýsir hann því í fjölmiðlum að verkið sé unnið í samstarfi við Heiðar sjálfan enda löng vinátta þeirra á milli og Heiðar sé áhugaverður maður. 16. janúar 2024 10:30
Leikhúsið lúffaði og breytti um titil Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld hefur fallist á að breyta titli verks síns. Það átti að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti en heitir nú Lúna. 28. desember 2023 16:35
Með hreina samvisku gagnvart Kvöldstund með Heiðari snyrti Talskona Stígamóta segir út í hött af Borgarleikhússtjóra að halda því fram að leikverkið Kvöldstund með Heiðari snyrti fjalli ekki um „manneskjuna Heiðar“. Höfundur verksins á fund með Stígamótum í næstu viku til að ræða neikvæð áhrif þess á brotaþola. Hann segist með hreina samvisku varðandi verkið en þykir miður að særa brotaþola. 2. nóvember 2023 06:01