Gefa sér ekki tíma til að óttast Árni Sæberg skrifar 17. janúar 2024 11:50 Pípulagningarmenn og fleiri vinna baki brotnu að því að bjarga því sem bjargað verður í Grindavík. Vísir/Arnar Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. Þorsteinn Einarsson, pípulagningarmeistari í Grindavík, leiðir hóp fjörutíu til fimmtíu manna sem vinna nú baki brotnu við að koma rafmagni og heitu og köldu vatni á bæinn. Sjálfur er hann að vinna við að laga kaldavatnsstofnæð sem fór í sundur með þeim afleiðingum að ekkert kalt vatn er á Grindavík. Hann segir að skera þurfi út og skipta um fjörutíu metra kafla á lögninni. Ekkert stórvægilegt tjón Þorsteinn segir að enn sem komið er hafi vinnumenn ekki orðið varir við neitt stórvægilegt tjón á pípulögnum í bænum. „Það eru allir að vinna í kapphlaupi við tímann að koma hita á húsin, athuga hvort þau séu í lagi þar sem vatnið er komið á og svo reyna að frostverja þau sem er ekki hiti á. Sums staðar þar sem er komið heitt vatn er ekki komið rafmagn og þá virkar ekki miðstöðvarkerfið þar sem eru dælur og flókin kerfi. Ekkert rafmagns sé til að mynda á iðnaðarhverfi bæjarins og í Efrahópi, þar sem þrjú hús urðu glóandi hrauni að bráð, sé hvorki heitt vatn né rafmagn. Enginn beygur á mönnum Þorsteinn segir að vinnan hafi gengið vel það sem af er degi. Góð veðurskilyrði séu í Grindavík, lítið frost og logn. „Þetta eru góðar aðstæður, gætu verið verri.“ Er enginn beygur á mönnum? „Nei, maður gefur sér ekki tíma til að hugsa um það. Af því að maður er eiginlega í akkorði við að reyna að bjarga sem mestu. En auðvitað fer maður varlega yfir þar sem eru hættu. Þær leiðir sem eru opnar eru öruggar. Svo eru þarna nokkrir hlutar af bænum sem okkur er bannað að fara inn í.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Féll í sprungu í Grindavík Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Þorsteinn Einarsson, pípulagningarmeistari í Grindavík, leiðir hóp fjörutíu til fimmtíu manna sem vinna nú baki brotnu við að koma rafmagni og heitu og köldu vatni á bæinn. Sjálfur er hann að vinna við að laga kaldavatnsstofnæð sem fór í sundur með þeim afleiðingum að ekkert kalt vatn er á Grindavík. Hann segir að skera þurfi út og skipta um fjörutíu metra kafla á lögninni. Ekkert stórvægilegt tjón Þorsteinn segir að enn sem komið er hafi vinnumenn ekki orðið varir við neitt stórvægilegt tjón á pípulögnum í bænum. „Það eru allir að vinna í kapphlaupi við tímann að koma hita á húsin, athuga hvort þau séu í lagi þar sem vatnið er komið á og svo reyna að frostverja þau sem er ekki hiti á. Sums staðar þar sem er komið heitt vatn er ekki komið rafmagn og þá virkar ekki miðstöðvarkerfið þar sem eru dælur og flókin kerfi. Ekkert rafmagns sé til að mynda á iðnaðarhverfi bæjarins og í Efrahópi, þar sem þrjú hús urðu glóandi hrauni að bráð, sé hvorki heitt vatn né rafmagn. Enginn beygur á mönnum Þorsteinn segir að vinnan hafi gengið vel það sem af er degi. Góð veðurskilyrði séu í Grindavík, lítið frost og logn. „Þetta eru góðar aðstæður, gætu verið verri.“ Er enginn beygur á mönnum? „Nei, maður gefur sér ekki tíma til að hugsa um það. Af því að maður er eiginlega í akkorði við að reyna að bjarga sem mestu. En auðvitað fer maður varlega yfir þar sem eru hættu. Þær leiðir sem eru opnar eru öruggar. Svo eru þarna nokkrir hlutar af bænum sem okkur er bannað að fara inn í.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Féll í sprungu í Grindavík Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira