Fyrsta stig verðmætabjörgunar í gangi og næstu til skoðunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. janúar 2024 11:14 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir aðgerðir við að koma á heitu vatni í Grindavíkurbæ hafa gengið vel. Vísir Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýsir aðgerðum til að tryggja hita á húsum í Grindavíkurbæ sem stórri verðmætabjörgun. Áfram verður unnið að því í dag auk þess sem sérfræðingahópur á vegum almannavarna er að kortleggja sprungur og hættur í bænum. Pípulagningamenn hafa unnið að því að koma heitu vatni á Grindavíkurbæ og í gær var það að mestu komið á vesturhlutann. Í dag verður unnið að austurhlutanum að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, farið inn í hús og ástandið kannað. „Heitu vatni var hleypt inn á austurbæinn í gærkvöldi og því verkefni er fylgt eftir í dag. Af öryggisástæðum var það ekki gert í nótt vegna þess að þetta svæði er ótryggt og mikil hætta þarna á sprungum.“ Greint var frá því í gær að nýr sigdalur hefði myndast í austurhluta bæjarins. Hann er allt að kílómeter á breidd og enn að síga og víkka. Hætta í þeim hluta bæjarins er töluverð þar sem nýjar sprungur hafa myndast og eldri stækkað. Sérfræðingahópur á vegum almannavarna vinnur að kortlagningu á þeim. „Og er að fara yfir þær sprungur sem þarna eru og eins að meta áhættu og undirlag.“ Hann segir einungis þá sem eiga brýnt erindi inn í bæinn fara þangað inn. „Þegar ég segi brýnt erindi á ég við viðbragðsaðila og þá sem koma þarna að björgunarstarfi. Þetta er auðvitað bara stór verðmætabjörgun sem er í gangi núna, það er að segja að halda hita og rafmagni á bænum. Það er fyrsta skref í verðmætabjörgun. Úlfar segir næstu skref í verðmætabjörgun á til dæmis eigum fólks til skoðunar. „En eins og staðan er í augnablikinu þá erum við ekki komin á þann stað í okkar aðgerðum.“ Hending að sprungan opnaðist ekki í miðjum bænum Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofu Íslands, sagði á íbúafundi í gær að búast mætti við öðru kvikuinnskoti eftir jafnvel mánuð eða svo. Úlfar segir orð vísindamanna um að ekki sé búandi í Grindavík á næstu mánuðum og jafnvel árum ekki koma á óvart. „Ég held að hending hafi ráðið því að þessi gossprunga næst bænum hafi opnast á þeim stað en ekki inni í miðjum bænum og ef hún hefði opnast í miðjum bænum væri í sjálfu sér ekki mikið eftir af Grindavíkurbæ,“ segir Úlfar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Pípulagningamenn hafa unnið að því að koma heitu vatni á Grindavíkurbæ og í gær var það að mestu komið á vesturhlutann. Í dag verður unnið að austurhlutanum að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, farið inn í hús og ástandið kannað. „Heitu vatni var hleypt inn á austurbæinn í gærkvöldi og því verkefni er fylgt eftir í dag. Af öryggisástæðum var það ekki gert í nótt vegna þess að þetta svæði er ótryggt og mikil hætta þarna á sprungum.“ Greint var frá því í gær að nýr sigdalur hefði myndast í austurhluta bæjarins. Hann er allt að kílómeter á breidd og enn að síga og víkka. Hætta í þeim hluta bæjarins er töluverð þar sem nýjar sprungur hafa myndast og eldri stækkað. Sérfræðingahópur á vegum almannavarna vinnur að kortlagningu á þeim. „Og er að fara yfir þær sprungur sem þarna eru og eins að meta áhættu og undirlag.“ Hann segir einungis þá sem eiga brýnt erindi inn í bæinn fara þangað inn. „Þegar ég segi brýnt erindi á ég við viðbragðsaðila og þá sem koma þarna að björgunarstarfi. Þetta er auðvitað bara stór verðmætabjörgun sem er í gangi núna, það er að segja að halda hita og rafmagni á bænum. Það er fyrsta skref í verðmætabjörgun. Úlfar segir næstu skref í verðmætabjörgun á til dæmis eigum fólks til skoðunar. „En eins og staðan er í augnablikinu þá erum við ekki komin á þann stað í okkar aðgerðum.“ Hending að sprungan opnaðist ekki í miðjum bænum Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofu Íslands, sagði á íbúafundi í gær að búast mætti við öðru kvikuinnskoti eftir jafnvel mánuð eða svo. Úlfar segir orð vísindamanna um að ekki sé búandi í Grindavík á næstu mánuðum og jafnvel árum ekki koma á óvart. „Ég held að hending hafi ráðið því að þessi gossprunga næst bænum hafi opnast á þeim stað en ekki inni í miðjum bænum og ef hún hefði opnast í miðjum bænum væri í sjálfu sér ekki mikið eftir af Grindavíkurbæ,“ segir Úlfar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira