„Ég vona að þessir strákar fái extra knús“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. janúar 2024 23:12 María Ólafsdóttir vonar að strákarnir í handboltalandsliðinu fái extra knús. Söngkonan María Ólafsdóttir segir það stinga sig að horfa upp á algjör niðurbrot á samfélagsmiðlum á stundum líkt og í kvöld, þar sem karlalandslið Íslands í handbolta tapaði örugglega gegn liði Ungverjalands á EM í handbolta. „Héddnaaa…getum við bara svona almennt sem þjóð staðið með fólkinu okkar bæði þegar það gengur vel en líka þegar hlutirnir ganga ekki upp?“ skrifar María í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Eins og flestir vita tapaði íslenska handboltakarlalandsliðið nokkuð örugglega gegn því ungverska í kvöld, með 25 mörk gegn 33. Liðið fer stigalaust áfram á mótinu. „Á svona stundum stingur það mig mest að horfa uppá algjör niðurbrot á samfélagsmiðlumm“ skrifar María á Facebook. „Viljum við í alvöru búa í samfélagi þar sem þú ert þjóðarhetja þegar vel gengur en þegar það gengur illa eða hlutirnir ganga ekki upp, þá ertu jarðaður?“ Sjálf hefur María rætt á opinskáan hátt þau áhrif sem það hefur haft á líf hennar að vera fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015. Hún opnaði sig um málið í fyrra og sagðist átta árum síðar enn vera að vinna úr áfallinu sem fylgdi þátttöku sinni í keppninni. Börn læri það sem fyrir þeim er haft María tekur fram að hún þekki engan í landsliðinu. Henni finnist hinsvegar um að ræða galna hegðun hjá fullorðnu fólki. „Og síðan er fullorðið fólk svo hissa á öllu eineltinu og niðurrifinu sem börnin ganga í gegnum á netinu. Well þau læra það sem fyrir þeim er haft…“ segir María. „Það er hægt að vera tapsár og blóta heima hjá sér eða á kaffistofunni og halda svo bara áfram að poppa. Allavega. Áfram Ísland - ég vona að þessir strákar fái extra knús.“ EM 2024 í handbolta Eurovision Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
„Héddnaaa…getum við bara svona almennt sem þjóð staðið með fólkinu okkar bæði þegar það gengur vel en líka þegar hlutirnir ganga ekki upp?“ skrifar María í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Eins og flestir vita tapaði íslenska handboltakarlalandsliðið nokkuð örugglega gegn því ungverska í kvöld, með 25 mörk gegn 33. Liðið fer stigalaust áfram á mótinu. „Á svona stundum stingur það mig mest að horfa uppá algjör niðurbrot á samfélagsmiðlumm“ skrifar María á Facebook. „Viljum við í alvöru búa í samfélagi þar sem þú ert þjóðarhetja þegar vel gengur en þegar það gengur illa eða hlutirnir ganga ekki upp, þá ertu jarðaður?“ Sjálf hefur María rætt á opinskáan hátt þau áhrif sem það hefur haft á líf hennar að vera fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015. Hún opnaði sig um málið í fyrra og sagðist átta árum síðar enn vera að vinna úr áfallinu sem fylgdi þátttöku sinni í keppninni. Börn læri það sem fyrir þeim er haft María tekur fram að hún þekki engan í landsliðinu. Henni finnist hinsvegar um að ræða galna hegðun hjá fullorðnu fólki. „Og síðan er fullorðið fólk svo hissa á öllu eineltinu og niðurrifinu sem börnin ganga í gegnum á netinu. Well þau læra það sem fyrir þeim er haft…“ segir María. „Það er hægt að vera tapsár og blóta heima hjá sér eða á kaffistofunni og halda svo bara áfram að poppa. Allavega. Áfram Ísland - ég vona að þessir strákar fái extra knús.“
EM 2024 í handbolta Eurovision Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira