Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Grindvíkingar komu saman á íbúafundi í Laugardalshöll síðdegis í dag þar sem vísindamenn, almannavarnir og ráðherrar fóru yfir stöðu mála. Við verðum í beinni frá fundinum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og förum yfir málin sem brenna á fólki.

Þá heyrum við í bæjarstjóra Grindavíkur sem gengur út frá því að áfram verði búið í bænum þrátt fyrir miklar skemmdir og að hluti hans verði ekki áfram í byggð. Við heyrum einnig í Grindvíkingum sem fengu að ýmist að sækja dýrin sín í dag eða afhentu almannavörnum lykla að húsum sínum til þess að kanna megi ástand hitakerfa.

Karlmanni sem er grunaður um tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS var á dögunum vísað úr landi. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón hjá ríkislögreglustjóra sem segir upplýsingar um möguleg tengsl fólks sem dvelur hér á landi við hryðjuverkasamtök vera daglega í skoðun.

Þá fylgjumst við með lyklaskiptum í ráðhúsinu og í Íslandi í dag kynnumst við nýjum borgarstjóra nánar og kíkjum til hans í morgunkaffi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×