Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2024 07:42 Félagar í Fagfélögunum sóttu margir fund samninganefnda í Húsi fagfélaganna síðastliðinn fimmtudag. Fagfélögin Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. Fagfélögin, sem saman standa af Rafiðnaðarsambandi Íslands, MATVÍS og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, semja fyrir um 70 prósent iðn- og tæknifólks á almennum vinnumarkaði á Íslandi. Fram kemur í tilkynningu frá félögunum að Samtök atvinnulífsins hafi lagt á það áherslu að þau myndu slást í för með breiðfylkingunni sem nú semur. Félögin telja þó að áhersla breiðfylkingarinnar á krónutöluhækkanir þjóni ekki hagsmunum Fagfélaganna. Í tilkynningu á vef MATVÍS er haft eftir Benóný Harðarsyni, sem fer fyrir samninganefnd Fagfélaganna, að þrír samningafundir við SA hafi litlu skilað. Fagfélögin leggi nú mesta áherslu á hóflegar launahækkanir með rauðum strikum, sem stuðla eigi að lækkun stýrivaxta. „Ríkur vilji [er] til að leita allra leiða til að knýja á um kjarabætur með hætti sem þjónar hagsmunum iðn- og tæknifólks. Vísun deilunnar til sáttasemjara er liður í þeirri viðleitni.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Spáir hækkun vaxta og segir samninga um hóflegar launahækkanir ekki nóg Það er ekki nóg að semja aðeins um hóflega launahækkanir í yfirstandandi kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði eigi að ná niður verðbólgunni heldur þarf sömuleiðis að fylgja með aðhald í opinberum fjármálum og peningastefnu Seðlabankans, að mati forstöðumanns Hagfræðistofnunar. Hann er svartsýnn á að vextir gangi niður í bráð og spáir því að meginvextir Seðlabankans muni þess í stað hækka um tvær prósentur á árinu samhliða áframhaldandi aukningu í straumi ferðamanna til landsins. 15. janúar 2024 14:17 Úrlausnarefni að samræma væntingar á almenna og opinbera vinnumarkaði Forsætisráðherra segir úrlausnarefni að sameina væntingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði annars vegar og opinbera markaðnum hins vegar. Hún leyfi sér hins vegar að vera bjartsýn á að takast muni að ganga frá kjarasamningum innan ekki langs tíma. 15. janúar 2024 13:21 Vilhjálmur segist óánægður með Samtök atvinnulífsins Formaður Starfsgreinasambandsins segir nokkur ljón í veginum í kjaraviðræðum við SA en fólk sé sammála um að ryðja þeim úr vegi. Hann telur að aðildarfélög SA hafi ekki sýnt nógu skýrt að þau ætli að halda aftur af hækkunum. Framkvæmdastjóri SA fagnar yfirlýsingu Haga um að félagið ætli að halda aftur af sér. 12. janúar 2024 20:18 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Sjá meira
Fagfélögin, sem saman standa af Rafiðnaðarsambandi Íslands, MATVÍS og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, semja fyrir um 70 prósent iðn- og tæknifólks á almennum vinnumarkaði á Íslandi. Fram kemur í tilkynningu frá félögunum að Samtök atvinnulífsins hafi lagt á það áherslu að þau myndu slást í för með breiðfylkingunni sem nú semur. Félögin telja þó að áhersla breiðfylkingarinnar á krónutöluhækkanir þjóni ekki hagsmunum Fagfélaganna. Í tilkynningu á vef MATVÍS er haft eftir Benóný Harðarsyni, sem fer fyrir samninganefnd Fagfélaganna, að þrír samningafundir við SA hafi litlu skilað. Fagfélögin leggi nú mesta áherslu á hóflegar launahækkanir með rauðum strikum, sem stuðla eigi að lækkun stýrivaxta. „Ríkur vilji [er] til að leita allra leiða til að knýja á um kjarabætur með hætti sem þjónar hagsmunum iðn- og tæknifólks. Vísun deilunnar til sáttasemjara er liður í þeirri viðleitni.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Spáir hækkun vaxta og segir samninga um hóflegar launahækkanir ekki nóg Það er ekki nóg að semja aðeins um hóflega launahækkanir í yfirstandandi kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði eigi að ná niður verðbólgunni heldur þarf sömuleiðis að fylgja með aðhald í opinberum fjármálum og peningastefnu Seðlabankans, að mati forstöðumanns Hagfræðistofnunar. Hann er svartsýnn á að vextir gangi niður í bráð og spáir því að meginvextir Seðlabankans muni þess í stað hækka um tvær prósentur á árinu samhliða áframhaldandi aukningu í straumi ferðamanna til landsins. 15. janúar 2024 14:17 Úrlausnarefni að samræma væntingar á almenna og opinbera vinnumarkaði Forsætisráðherra segir úrlausnarefni að sameina væntingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði annars vegar og opinbera markaðnum hins vegar. Hún leyfi sér hins vegar að vera bjartsýn á að takast muni að ganga frá kjarasamningum innan ekki langs tíma. 15. janúar 2024 13:21 Vilhjálmur segist óánægður með Samtök atvinnulífsins Formaður Starfsgreinasambandsins segir nokkur ljón í veginum í kjaraviðræðum við SA en fólk sé sammála um að ryðja þeim úr vegi. Hann telur að aðildarfélög SA hafi ekki sýnt nógu skýrt að þau ætli að halda aftur af hækkunum. Framkvæmdastjóri SA fagnar yfirlýsingu Haga um að félagið ætli að halda aftur af sér. 12. janúar 2024 20:18 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Sjá meira
Spáir hækkun vaxta og segir samninga um hóflegar launahækkanir ekki nóg Það er ekki nóg að semja aðeins um hóflega launahækkanir í yfirstandandi kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði eigi að ná niður verðbólgunni heldur þarf sömuleiðis að fylgja með aðhald í opinberum fjármálum og peningastefnu Seðlabankans, að mati forstöðumanns Hagfræðistofnunar. Hann er svartsýnn á að vextir gangi niður í bráð og spáir því að meginvextir Seðlabankans muni þess í stað hækka um tvær prósentur á árinu samhliða áframhaldandi aukningu í straumi ferðamanna til landsins. 15. janúar 2024 14:17
Úrlausnarefni að samræma væntingar á almenna og opinbera vinnumarkaði Forsætisráðherra segir úrlausnarefni að sameina væntingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði annars vegar og opinbera markaðnum hins vegar. Hún leyfi sér hins vegar að vera bjartsýn á að takast muni að ganga frá kjarasamningum innan ekki langs tíma. 15. janúar 2024 13:21
Vilhjálmur segist óánægður með Samtök atvinnulífsins Formaður Starfsgreinasambandsins segir nokkur ljón í veginum í kjaraviðræðum við SA en fólk sé sammála um að ryðja þeim úr vegi. Hann telur að aðildarfélög SA hafi ekki sýnt nógu skýrt að þau ætli að halda aftur af hækkunum. Framkvæmdastjóri SA fagnar yfirlýsingu Haga um að félagið ætli að halda aftur af sér. 12. janúar 2024 20:18