Lífið

Tók á móti Björg­vini há­grátandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Jóhann var ánægður með sinn mann baksviðs.
Ólafur Jóhann var ánægður með sinn mann baksviðs.

Fyrsti þátturinn í beinni útsendingu Idolsins fór fram í Idolhöllinni á föstudagskvöldið. Þátturinn var æsispennandi en átta keppendur mættu til leiks. Aðeins sjö komust áfram og var því einn keppandi sendur heim eftir kvöldið.

Þema kvöldsins var „íslensk lög“ og keppendur fluttu lög sem endurspegluðu tónlistarstíl þeirra, í því skyni að leyfa áhorfendum að kynnast þeim enn betur.

Björgvin flutti lagið Lifandi inni í mér með Dilja en lagið fór fyrir hönd Íslands í Eurovision á síðasta ári, þá á ensku og bar heitið Power.

Greinilega hefur skapast mikil vinátta milli Björgvins og Ólafs Jóhanns en þegar Björgvin gekk baksviðs eftir flutning sinn tók Ólafur á móti honum hágrátandi og tók utan um sinn mann. Báðir komust þeir áfram á föstudagskvöldið.

Klippa: Tók á móti Björgvini hágrátandi

Fleiri fréttir

Sjá meira


×