Nýjar sprungur hafa opnast í Grindavík Atli Ísleifsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 14. janúar 2024 11:47 Víðir Reynisson segir langur tími muni líða þar til að skemmdir verði að fullu ljósar. Vísir/Arnar „Við sjáum í Grindavík að það eru nýjar sprungur búnar að opnast. Við erum með dróna yfir bænum og við erum að sjá nýjar sprungur. Við erum að sjá gufu sem þýðir að heita vatnið er farið í sundur á einhverjum stöðum. Það er eitt og annað sem á eftir að koma í ljós.“ Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, á Sprengisandi í morgun. Hann segir að það hafi verið miklar hreyfingar á jörðinni í nótt. Kannski ekki jafn miklar og 10. nóvember en miklar engu að síður og það eigi eftir að taka langan tíma áður en staðan verði að fullu ljós, með sprungur, skemmdum á innviðum og öðru slíku,“ sagði Víðir. Þó gosið verð ekki langvinnt er ljóst að miklar skemmdir hafa orðið á innviðum. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Vinna að vörnum fyrir vatn og rafmagn Víðir segir gosið nú umtalsvert minna en það sem var 18. desember og sprungan miklu styttri. Hraun renni nú meðfram varnargarðinum, fór í gegnum hann og rennur að mestu leiti til vesturs en einhverjir taumar til suðurs. „Það sem við erum að horfa á núna er kalda, heita vatnið og rafmagnið, það er verið að ýta upp vörnum fyrir það núna. Við fórum og náðum að koma tækjunum burt sem voru uppi á varnargarðinum og það er verið að nota þau í þessa vinnu núna, að mynda hlífðarkápu yfir þessar lagnir.“ Skarðið sem Grindavíkurvegur fer í gegnum frá Svartsengi var ekki lokað í morgun en verið sé að fara í þá vinnu núna. „Það er búið að taka Grindavíkurveg í sundur nú þegar, setja efni þar, þannig ef hraunið fer að bunkast upp og fer að renna til norðurs þá verðum við að stoppa það þar eins og hægt er,“ segir Víðir Reynisson. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Sprengisandur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, á Sprengisandi í morgun. Hann segir að það hafi verið miklar hreyfingar á jörðinni í nótt. Kannski ekki jafn miklar og 10. nóvember en miklar engu að síður og það eigi eftir að taka langan tíma áður en staðan verði að fullu ljós, með sprungur, skemmdum á innviðum og öðru slíku,“ sagði Víðir. Þó gosið verð ekki langvinnt er ljóst að miklar skemmdir hafa orðið á innviðum. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Vinna að vörnum fyrir vatn og rafmagn Víðir segir gosið nú umtalsvert minna en það sem var 18. desember og sprungan miklu styttri. Hraun renni nú meðfram varnargarðinum, fór í gegnum hann og rennur að mestu leiti til vesturs en einhverjir taumar til suðurs. „Það sem við erum að horfa á núna er kalda, heita vatnið og rafmagnið, það er verið að ýta upp vörnum fyrir það núna. Við fórum og náðum að koma tækjunum burt sem voru uppi á varnargarðinum og það er verið að nota þau í þessa vinnu núna, að mynda hlífðarkápu yfir þessar lagnir.“ Skarðið sem Grindavíkurvegur fer í gegnum frá Svartsengi var ekki lokað í morgun en verið sé að fara í þá vinnu núna. „Það er búið að taka Grindavíkurveg í sundur nú þegar, setja efni þar, þannig ef hraunið fer að bunkast upp og fer að renna til norðurs þá verðum við að stoppa það þar eins og hægt er,“ segir Víðir Reynisson.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Sprengisandur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira