Lífið

Fyrsti þáttur: Flutninga­skipið Dísarfell

Boði Logason skrifar
Útkall eru nýir þættir á Vísi. Í fyrsta þættinum er rætt við Ingva og Valdimar sem björguðust þegar Dísarfell sökk árið 1997.
Útkall eru nýir þættir á Vísi. Í fyrsta þættinum er rætt við Ingva og Valdimar sem björguðust þegar Dísarfell sökk árið 1997. Vísir

Tólf skipbrotsmenn náðu ekki að komast í björgunarbáta þegar flutningaskipið Dísarfell sökk á milli Íslands og Færeyja 9. mars 1997.

Þeir urðu að láta fyrir berast í miskunnarlausum öldum Atlantshafsins innan um gáma og brak og svartolíu í þeirri von að þeim yrði bjargað. Tveir menn fórust í slysinu.

Í þessum fyrsta þætti af Útkalli ræðir Óttar Sveinsson við Ingva Hallgrímsson og Valdimar Sigþórsson tvo af skipbrotsmönnunum og Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóra sem bjargaði þeim.

Útkall eru nýir þættir á Vísi og verða á dagskrá næstu átta sunnudaga. Þættirnir eru byggðir á metsölubókum Óttars Sveinssonar og eru framleiddir af kvikmyndagerðarmanninum Heiðari Aðalbjörnssyni. 


Tengdar fréttir

Fyrsta stiklan úr nýjum Útkallsþáttum

Útkall eru nýir þættir sem verða frumsýndir á Vísi klukkan sjö á sunnudagsmorgun. Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 20:00 um kvöldið. 

Fyrsta stiklan úr nýjum Útkallsþáttum

Útkall eru nýir þættir sem verða frumsýndir á Vísi klukkan sjö á sunnudagsmorgun. Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 20:00 um kvöldið. 

Flóðgáttirnar opnast þegar loksins er rætt um áföllin

Undanfarna þrjá áratugi hefur Óttar Sveinsson skrifað ótrúlegar sögur fólks úr íslenskum veruleika - frásagnir af mögnuðum björgunarafrekum og baráttu upp á líf og dauða. Fyrsta Útkallsbókin kom út árið 1994. Nú er sú þrítugasta komin út: Útkall – Mayday – erum að sökkva. Tvær bækur standa upp úr enda sögurnar með endæmum dramatískar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×