Flugeldar forsetaframbjóðanda vöktu barn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. janúar 2024 14:40 Sigríður og eiginmaður hennar Baldur Ingvarsson. Vísir/Dúi Sigríður Hrund Pétursdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta í gær með pompi, prakt og flugeldum, eflaust til mikillar gleði viðstaddra. Minni gleði vakti það þó hjá íbúum nágrennisins en þeir kunnu ekki að meta uppátæki Sigríðar. Veislan var haldin á Kjarvalsstöðum og margir sem búa í nágrenninu. Flugeldum var skotið upp við tilefni um áttaleytið og vakti veikt barn Sævars Snorrasonar, íbúa í Norðurmýri. Sigríður tilkynnti framboð sitt í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vakti veikt barn Hann spyr sig hvað fólki finnst um að forsetaframbjóðandi virði lög landsins að vettugi og veki ungabörn og hræði gæludýr. Lögin kveða á það að ekki megi skjóta flugeldum eftir þrettándann nema sérstakt leyfi lögreglunnar sé fyrir hendi. „Ég var nýbúinn að svæfa og kominn með hundinn upp í sófa. Ég er með veikt barn heima og svo allt í einu fer allt í gang. Ég hafði ekki hugmynd um hvað var í gangi,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. „Ég hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti þetta bara til lögreglunnar. Ég hélt að það væru einhverjir vitleysingar að sprengja,“ bætir hann við. Sævar segir framkoma Sigríðar koma sér sérstaklega á óvart fyrir forsetaframbjóðanda og sérstaklega þar sem hann teldi Guðna hafa verið yfir allt slíkt athæfi hafinn. „Svo fer maður að hugsa um embættið sem verið er að bjóða sig fram í. Að það sé verið að virða svona reglur að vettugi til að halda gott partí. Eina sem ég get sagt um þetta er að ég muni allavega ekki kjósa hana og hún hefur misst nokkur atkvæði í Norðurmýrinni,“ segir Sævar. Ekkert leyfi fyrir hendi Samkvæmt Hödd Vilhjálmsdóttur, fjölmiðla- og samskiptastjóra framboðs Sigríðar, var uppákoman hugmynd eiginmanns Sigríðar og að hann vildi koma henni á óvart. Sigríður hafi ekki vitað af því fyrirfram. Ekkert leyfi hafi verið fyrir hendi og hefði átt að tryggja það áður en ákveðið var að blása til flugeldasýningar. Hávaðinn hafi ekki varað nema í einhverjar þrjár mínútur og það fyrir klukkan átta en að Sigríði þyki leitt að það hafi ónáðað nágrannana. Forsetakosningar 2024 Flugeldar Reykjavík Tengdar fréttir Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Veislan var haldin á Kjarvalsstöðum og margir sem búa í nágrenninu. Flugeldum var skotið upp við tilefni um áttaleytið og vakti veikt barn Sævars Snorrasonar, íbúa í Norðurmýri. Sigríður tilkynnti framboð sitt í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vakti veikt barn Hann spyr sig hvað fólki finnst um að forsetaframbjóðandi virði lög landsins að vettugi og veki ungabörn og hræði gæludýr. Lögin kveða á það að ekki megi skjóta flugeldum eftir þrettándann nema sérstakt leyfi lögreglunnar sé fyrir hendi. „Ég var nýbúinn að svæfa og kominn með hundinn upp í sófa. Ég er með veikt barn heima og svo allt í einu fer allt í gang. Ég hafði ekki hugmynd um hvað var í gangi,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. „Ég hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti þetta bara til lögreglunnar. Ég hélt að það væru einhverjir vitleysingar að sprengja,“ bætir hann við. Sævar segir framkoma Sigríðar koma sér sérstaklega á óvart fyrir forsetaframbjóðanda og sérstaklega þar sem hann teldi Guðna hafa verið yfir allt slíkt athæfi hafinn. „Svo fer maður að hugsa um embættið sem verið er að bjóða sig fram í. Að það sé verið að virða svona reglur að vettugi til að halda gott partí. Eina sem ég get sagt um þetta er að ég muni allavega ekki kjósa hana og hún hefur misst nokkur atkvæði í Norðurmýrinni,“ segir Sævar. Ekkert leyfi fyrir hendi Samkvæmt Hödd Vilhjálmsdóttur, fjölmiðla- og samskiptastjóra framboðs Sigríðar, var uppákoman hugmynd eiginmanns Sigríðar og að hann vildi koma henni á óvart. Sigríður hafi ekki vitað af því fyrirfram. Ekkert leyfi hafi verið fyrir hendi og hefði átt að tryggja það áður en ákveðið var að blása til flugeldasýningar. Hávaðinn hafi ekki varað nema í einhverjar þrjár mínútur og það fyrir klukkan átta en að Sigríði þyki leitt að það hafi ónáðað nágrannana.
Forsetakosningar 2024 Flugeldar Reykjavík Tengdar fréttir Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42