Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Leit að manni sem féll ofan í sprungu í Grindavík stendur enn sem hæst, næstum tveimur og hálfum sólarhring eftir að slysið varð. Við förum yfir stöðuna á leitinni í beinni útsendingu frá vettvangi.

Við flytjum ykkur einnig nýjustu tíðindi af kjaraviðræðum. Formaður Starfsgreinasambandsins segir nokkur ljón í veginum í kjaraviðræðum við SA en fólk sé sammála um að ryðja þeim úr vegi. Hann telur að aðildarfélög SA hafi ekki sýnt nógu skýrt að þau ætli að halda aftur af hækkunum. Framkvæmdastjóri SA fagnar yfirlýsingu Haga um að félagið ætli að halda aftur af hækkunum.

Uppreisnarmenn Húta í Jemen heita því að hefna fyrir árásir Breta og Bandaríkjanna á skotmörk Húta í nótt. Alls voru sextán skotmörk sprengd í loft upp; þar á meðal stjórnstöðvar Húta, vopnabúr og loftvarnarkerfi. Við förum yfir stöðuna í Mið-Austurlöndum í fréttatímanum.

Þá segjum við frá einstökum vinskap fyrrverandi atvinnukylfingsins Ólafíu Þórunnar og 75 ára konu á Akureyri. Þær hafa aldrei hist en Ólafía fær reglulega sendar heimapjónaðar peysur frá konunni.

Við verðum loks í beinni útsendingu frá Idolhöllinni í Fossaleyni, þar sem allt er á suðupunkti fyrir fyrsta úrslitakvöld keppninnar sem hefst nú í kvöld.

Og í sportpakkanum verður Evrópumeistaramót karla í handbolta að sjálfsögðu í forgrunni. Fyrsti leikur Íslands er nú í fullum gangi og verður nýlokið þegar fréttirnar fara í loftið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×