Þrástaða veðrakerfanna brotnar upp í dag Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2024 07:25 Það mun byrja á rigna þegar líður á daginn, fyrst vestanlands og má búast við talsverðri úrkomu í suðvesturfjórðungi landsins þegar líður að kvöldi. Vísir/Vilhelm Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi suðlægri átt og yfirleitt stinningskalda eða allhvössum vindi í dag. Það mun fara að rigna, fyrst vestanlands og má svo búast við talsverðri úrkomu í suðvesturfjórðungi landsins þegar líður að kvöldi. Áfram verður hlýtt í veðri miðað við árstíma, núll til fimm stiga hiti, en á Austurlandi hangir þurrt fram á nótt. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að síðustu fjóra daga hafi veður á landinu verið tilbreytingarlítið með stífri og hlýrri suðlægri átt með vætu sunnan- og vestanlands, en þurru á Norður- og Austurlandi. „Þessari einsleitni í veldur kyrrstaða í veðrakerfum við landið. Hæð hefur setið sem fastast við Skotland. Lægðir hafa verið á sveimi suður af Hvarfi (suðurodda Grænlands), en hafa ekki komist nær okkur vegna þess hversu vel hæðin hefur staðið á móti. Í dag er útlit fyrir að áðurnefnd þrástaða í veðrakerfum muni brotna upp og veðrið breytist. Áðurnefnd hæð þokast til suðurs yfir Írland, sem gerir lægðinni við Hvarf kleift að þokast til norðausturs og senda nokkuð efnismikið regnsvæði yfir landið. Áttin verður áfram suðlæg og yfirleitt stinningskaldi eða allhvass vindur. Það fer að rigna, fyrst vestanlands og má búast við talsverðri úrkomu í suðvesturfjórðungi landsins þegar líður að kvöldi. Áfram hlýtt í veðri miðað við árstíma. Á Austurlandi hangir þurrt fram á nótt. Þegar regnsvæðið hefur gengið yfir í kvöld og nótt, þá dregur úr vindi og úrkomu, það gerist fyrst vestast á landinu. Á morgun er útlit fyrir vestlæga golu eða kalda. Skýjað að mestu og sums staðar lítilsháttar skúrir eða slydduél, en bjart veður á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 0 til 5 stig. Um helgina er síðan tiltöluega rólegt veður og úrkomulítið í kortunum, en hitatölurnar fara niðurávið og verður væntanlega komið frost á öllu landinu áður en helgin er á enda,“ segir í tilkynningunni. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Vestan 5-13 m/s. Skýjað að mestu og sums staðar lítilsháttar skúrir eða slydduél, en bjartviðri á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 0 til 6 stig. Á laugardag: Norðlæg eða breytileg átt 3-10. Skýjað með köflum og dálítil él á víð og dreif. Frost 0 til 8 stig, kaldast norðaustanlands, en hiti 0 til 4 stig við suður- og vesturströndina fram eftir degi. Á sunnudag: Norðan 3-8, en 8-13 við austurströndina. Bjart með köflum, en svolítil él á austanverðu landinu. Kólnandi veður. Á mánudag: Norðaustan- og austanátt og líkur á snjókomu eða éljum í flestum landshlutum. Frost 2 til 12 stig. Á þriðjudag og miðvikudag: Norðanátt með éljum norðan- og austanlands, en bjart sunnan heiða. Kólnar enn frekar í veðri. Veður Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Fleiri fréttir Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Sjá meira
Áfram verður hlýtt í veðri miðað við árstíma, núll til fimm stiga hiti, en á Austurlandi hangir þurrt fram á nótt. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að síðustu fjóra daga hafi veður á landinu verið tilbreytingarlítið með stífri og hlýrri suðlægri átt með vætu sunnan- og vestanlands, en þurru á Norður- og Austurlandi. „Þessari einsleitni í veldur kyrrstaða í veðrakerfum við landið. Hæð hefur setið sem fastast við Skotland. Lægðir hafa verið á sveimi suður af Hvarfi (suðurodda Grænlands), en hafa ekki komist nær okkur vegna þess hversu vel hæðin hefur staðið á móti. Í dag er útlit fyrir að áðurnefnd þrástaða í veðrakerfum muni brotna upp og veðrið breytist. Áðurnefnd hæð þokast til suðurs yfir Írland, sem gerir lægðinni við Hvarf kleift að þokast til norðausturs og senda nokkuð efnismikið regnsvæði yfir landið. Áttin verður áfram suðlæg og yfirleitt stinningskaldi eða allhvass vindur. Það fer að rigna, fyrst vestanlands og má búast við talsverðri úrkomu í suðvesturfjórðungi landsins þegar líður að kvöldi. Áfram hlýtt í veðri miðað við árstíma. Á Austurlandi hangir þurrt fram á nótt. Þegar regnsvæðið hefur gengið yfir í kvöld og nótt, þá dregur úr vindi og úrkomu, það gerist fyrst vestast á landinu. Á morgun er útlit fyrir vestlæga golu eða kalda. Skýjað að mestu og sums staðar lítilsháttar skúrir eða slydduél, en bjart veður á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 0 til 5 stig. Um helgina er síðan tiltöluega rólegt veður og úrkomulítið í kortunum, en hitatölurnar fara niðurávið og verður væntanlega komið frost á öllu landinu áður en helgin er á enda,“ segir í tilkynningunni. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Vestan 5-13 m/s. Skýjað að mestu og sums staðar lítilsháttar skúrir eða slydduél, en bjartviðri á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 0 til 6 stig. Á laugardag: Norðlæg eða breytileg átt 3-10. Skýjað með köflum og dálítil él á víð og dreif. Frost 0 til 8 stig, kaldast norðaustanlands, en hiti 0 til 4 stig við suður- og vesturströndina fram eftir degi. Á sunnudag: Norðan 3-8, en 8-13 við austurströndina. Bjart með köflum, en svolítil él á austanverðu landinu. Kólnandi veður. Á mánudag: Norðaustan- og austanátt og líkur á snjókomu eða éljum í flestum landshlutum. Frost 2 til 12 stig. Á þriðjudag og miðvikudag: Norðanátt með éljum norðan- og austanlands, en bjart sunnan heiða. Kólnar enn frekar í veðri.
Veður Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Fleiri fréttir Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Sjá meira